Skýrsla umboðsmanns Alþingis 2000

Mánudaginn 03. desember 2001, kl. 17:59:00 (2330)

2001-12-03 17:59:00# 127. lþ. 41.5 fundur 178#B skýrsla umboðsmanns Alþingis 2000# (munnl. skýrsla), SÓ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 127. lþ.

[17:59]

Stefanía Óskarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég get tekið undir margt af því sem fram kom í máli hv. þm. Guðmundar Árna Stefánssonar. Ég vil þó benda á umræðu sem varð vegna þess að hæstv. dómsmrh. Sólveig Pétursdóttir gerði grein fyrir svari sínu sem hún hafði flutt vikunni fyrr við fyrirspurn hv. þm. Guðmundar Árna Stefánssonar, þ.e. hún gerði frekari grein fyrir svari sínu og þeirri umræðu sem varð vegna svara sem hún gaf. Þá kom fram í máli hv. þm. Guðmundar Árna Stefánssonar að það væri eiginlega óþolandi að ráðherrar væru að lesa upp stílana sína og leita eftir upplýsingum úti í bæ um málefni sem spurt væri um. Ég vil bara benda hv. þm. á þessi ummæli sín.