Skýrsla umboðsmanns Alþingis 2000

Mánudaginn 03. desember 2001, kl. 18:38:04 (2338)

2001-12-03 18:38:04# 127. lþ. 41.5 fundur 178#B skýrsla umboðsmanns Alþingis 2000# (munnl. skýrsla), HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 127. lþ.

[18:38]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að játa að ég átta mig ekki alveg á hugarflugi hv. þm. Eins og þetta mál liggur fyrir var það fjárln. sem bað um ákveðnar upplýsingar og hún mat það svo að hún hefði nægilegar upplýsingar í höndum til að afgreiða málið frá sér, bæði meiri og minni hluti fjárln. (EMS: Það er rangt.) Það er rangt, segir hv. þm. Einar Már Sigurðarson. Ég lét athuga það sérstaklega (Gripið fram í: ... fundargerðabók?) hjá starfsmönnum þingsins í fundargerðabók hvort nokkuð væri um þessi mál og það liggur ekkert fyrir í plöggum fjárln. (EMS: Það er rangt.) Það er rangt, segir hv. þm. Þá segir hann að embættismenn hafi sagt mér rangt til og ekki skal ég um það segja. En þannig er mér sagt frá þessu og ekki lét hv. þm. Einar Már Sigurðarson þess getið í ræðu sinni í dag að fjárln. hefði fjallað um þennan úrskurð. Ekki veit ég hvað fer fram á lokuðum fundum og er ekki skyldugur til. (Gripið fram í: Það er rétt.)

En aðalatriðið í málinu er að fjárln. er búin að afgreiða málið, það liggur fyrir, og það er ekkert í fundargerðum fjárln. um þetta mál. Samkvæmt mínum upplýsingum hafði það ekki verið tekið á dagskrá þegar þessi umræða var hafin í dag.