Skýrsla umboðsmanns Alþingis 2000

Mánudaginn 03. desember 2001, kl. 18:43:42 (2341)

2001-12-03 18:43:42# 127. lþ. 41.5 fundur 178#B skýrsla umboðsmanns Alþingis 2000# (munnl. skýrsla), ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 127. lþ.

[18:43]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil upplýsa hæstv. forseta Alþingis um að óskað var eftir þessum upplýsingum einnig í annarri nefnd þingsins, í allshn., án þess að svar fengist. Eftir stendur þetta: Alþingismenn hafa óskað eftir upplýsingum um hvernig 300 millj. af skattfé er ráðstafað. Það hefur verið óskað eftir þessum upplýsingum í fjárln. þingsins og óskað hefur verið eftir þessum upplýsingum í þingsal.

Ekki hef ég orðið var við stuðning hæstv. forseta Alþingis við þær óskir þingmanna og nú vil ég spyrja hæstv. forseta Alþingis: Finnst honum eðlilegt að orðið verði við kröfum Alþingis og alþingismanna, að við fáum um það upplýsingar hvernig 300 millj. er varið í tengslum við einkavæðingu ríkisstjórnarinnar?