Skýrsla umboðsmanns Alþingis 2000

Mánudaginn 03. desember 2001, kl. 18:45:47 (2344)

2001-12-03 18:45:47# 127. lþ. 41.5 fundur 178#B skýrsla umboðsmanns Alþingis 2000# (munnl. skýrsla), HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 127. lþ.

[18:45]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. talar eins og honum sé ekki kunnugt um það sem hefur gerst í málinu. Það sem hefur gerst er að þetta mál er þegar afgreitt úr fjárln. Málið liggur fyrir í þingskjölum. Þess hefur þá verið óskað að málið verði tekið upp að nýju.

En ég vil nota þetta tækifæri til að segja herra forseta að við erum að ræða skýrslu um umboðsmann Alþingis. Ef þetta á að snúast upp í almenna umræðu um fjárlög, þá er verið að misnota þingsköp, og það á auðvitað ekki að gera undir þessum dagskrárlið.

Ég vil mælast til þess við hæstv. forseta að hann reyni að halda hv. þingmönnum við efnið. Ég hef nú leiðrétt þann misskilning sem hér kom upp varðandi það sem ég sagði í dag. Ég óska eftir því að umræðan verði nú látin snúast um umboðsmann Alþingis og þessi umræða um fjáraukalög verði látin niður falla. (ÖJ: Forsetinn hóf þessa umræðu núna.)