Skýrsla umboðsmanns Alþingis 2000

Mánudaginn 03. desember 2001, kl. 18:47:09 (2346)

2001-12-03 18:47:09# 127. lþ. 41.5 fundur 178#B skýrsla umboðsmanns Alþingis 2000# (munnl. skýrsla), HBl (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 127. lþ.

[18:47]

Halldór Blöndal (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vék tali mínu sérstaklega til forseta og vakti athygli á því að ég væri að svara gagnrýni sem hefði komið á ummæli mín sem féllu undir öðrum dagskrárlið og baðst afsökunar á því að ég skyldi þurfa að víkja að þeim málum hér í ræðustólnum þegar umræður ættu að snúast um skýrslu umboðsmanns.

Það er auðvitað mikill ósiður ef það á að fara svo, þegar skýrslur umboðsmanns eða Ríkisendurskoðunar eru til umræðu, að þá skuli þær umræður snúast upp í að einstakir þingmenn noti tækifærið til þess að bera aðra þingmenn röngum sökum og hafa uppi stóryrði.