Skýrsla umboðsmanns Alþingis 2000

Mánudaginn 03. desember 2001, kl. 19:02:17 (2352)

2001-12-03 19:02:17# 127. lþ. 41.5 fundur 178#B skýrsla umboðsmanns Alþingis 2000# (munnl. skýrsla), HBl (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 127. lþ.

[19:02]

Halldór Blöndal:

Það er tvennt, herra forseti. Í fyrsta lagi vil ég minna á að ég bað sérstaklega um leyfi til þess að fá að svara þeim persónulegu ávirðingum sem voru á mig bornar hér.

Í annan stað vil ég minna á að það sem ég sagði hér um þingsköp var þetta, með leyfi hæstv. forseta:

,,Ég lít svo á að niðurstaða forsrh. sé rétt þar sem ekki eru nein ákvæði í þingsköpum um þagnarskyldu annarra nefnda sambærileg við þau sem eru um utanrmn.``

Í þingsköpum eru ekki neinar aðrar sambærilegar setningar þannig að ég skil satt að segja ekki hvað þetta á að þýða hjá hv. þingmönnum að halda þessum vaðli til haga.