Skýrsla umboðsmanns Alþingis 2000

Mánudaginn 03. desember 2001, kl. 19:13:56 (2355)

2001-12-03 19:13:56# 127. lþ. 41.5 fundur 178#B skýrsla umboðsmanns Alþingis 2000# (munnl. skýrsla), JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 127. lþ.

[19:13]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ekki var ég að segja hæstv. forseta neitt fyrir verkum í morgun varðandi hvað hann ætti að segja. Það er svo með nál., alla vega síðan ég kom á þingið, að gefinn er nokkur frestur til að skila nefndarálitum og þau þurfa yfirleitt ekki að koma fram samtímis álitum meiri hlutans.

Ég er ekki þingreyndur og hv. 1. þm. Norðurl. e. hefur af mikilli þingreynslu að státa. Ég hef aðeins mína litlu lífsreynslu. Varðandi allt sem hv. þm. talaði um að hann hefði ekki vitað um þá hefði ég í mínum barnaskap hugsanlega velt því fyrir mér að bíða með að segja öll þessi stóru orð og kanna hvernig málin stæðu áður en ég hefði komið með slíkan úrskurð. Ég verð bara að segja það og (HBl: ... út úr því.) bendi á það. Hv. 1. þm. Norðurl. e. kallar fram í. Það er búið að rekja það ítarlega hér að nefndir geta farið með mál í trúnaði. En málið snýst um hvernig erindi fjárln. er svarað og rökin fyrir því. Rök fyrir því, virðulegi forseti, á að kanna ef vafi getur leikið á hvernig með er farið eins og hérna hefur komið fram í umræðunni og það er það sem ég hef eindregið lagt til í vinnubrögðum á Alþingi.