Skýrsla umboðsmanns Alþingis 2000

Mánudaginn 03. desember 2001, kl. 19:17:43 (2357)

2001-12-03 19:17:43# 127. lþ. 41.5 fundur 178#B skýrsla umboðsmanns Alþingis 2000# (munnl. skýrsla), JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 127. lþ.

[19:17]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst að virðulegur forseti, hv. 1. þm. Norðurl. e., eigi að vitna til annars, þegar hann er í ræðustól, en að forseti telji að eitthvað hafi átt sér stað varðandi afgreiðslu nefndarálita. Í fjárln. ganga hlutirnir þannig fyrir sig, eins og ég geri ráð fyrir að hv. þm. Halldór Blöndal viti, að fyrst skilar meiri hlutinn áliti sínu og síðan vinnur minni hlutinn álit sitt þegar ljóst er hvað fram kemur í áliti meiri hlutans. Öllum sem vinna við fjárlagagerðina er þetta ljóst. Það er meira að segja þannig að ágætur starfsmaður þingsins sem starfar með nefndunum er að vinna að nefndaráliti fyrir 1. og 2. minni hluta.

Ég verð bara, herra forseti, að ítreka það sem ég gat um áðan að það er mikilvægt að forseti þingsins, forseti allra þingmanna, kanni málin betur, hvernig þau eru stödd ef ljóst er að um þau geta verið ágreiningur, skiptar skoðanir eða að vitneskja liggi ekki öll fyrir áður en farið er út í langar útskýringar af forsetastóli.