Umræðuefni í athugasemdum um störf þingsins

Þriðjudaginn 04. desember 2001, kl. 13:53:22 (2374)

2001-12-04 13:53:22# 127. lþ. 42.93 fundur 194#B umræðuefni í athugasemdum um störf þingsins# (um fundarstjórn), MS
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 127. lþ.

[13:53]

Magnús Stefánsson:

Herra forseti. Hér í upphafi fundar var hreyft alvarlegum málum sem að sönnu er efni til að ræða. En ég vil benda á að undanfarið hefur nær undantekningarlaust í upphafi þingfunda hafist upp umræða, efnisleg umræða um einstök mál, þar sem hæstv. ráðherrar koma til svara og er þar í reynd um að ræða utandagskrárumræðu í því formi.

Ég vil beina því til hæstv. forseta að forsn. ræði þetta mál vegna þess að ég tel að hér séu hv. þm. að misnota þingsköp og ræða hlutina undir öfugum formerkjum.