Fjáraukalög 2001

Þriðjudaginn 04. desember 2001, kl. 14:26:27 (2387)

2001-12-04 14:26:27# 127. lþ. 42.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, Frsm. meiri hluta ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 127. lþ.

[14:26]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Ólafur Örn Haraldsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vitna aftur til þeirrar samþykktar sem forsn. gerði og ég gerði að umræðuefni í upphafi míns máls í dag, þar sem segir, með leyfi forseta:

,,Þingnefnd getur ákveðið, að ósk sendanda erindis eða að eigin frumkvæði, að farið skuli með erindi að öllu leyti eða að hluta sem trúnaðarmál.``

Það hafa menn komið sér saman um að verði málsmeðferðin (Gripið fram í.) á þessi ... (Gripið fram í.) Ég ítreka að þetta var samþykkt sem var gerð í fjárln. núna í dag að viðstöddum meiri hluta í nefndinni og í meiri hluta þess fundar voru stjórnarandstöðumenn og það var ekki stjórnarmeirihlutinn sem ákvað þetta heldur var þetta á löglegum fundi nefndarinnar. Ég tel að við séum á allan hátt að fara að reglum þingsins og ég held að menn ættu að fagna því hér að nefndin hefur skotið skildi fyrir þingmenn í nefndinni og reynt að leiða mál til lykta með farsælum hætti.