Fjáraukalög 2001

Þriðjudaginn 04. desember 2001, kl. 16:54:27 (2424)

2001-12-04 16:54:27# 127. lþ. 42.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, SÓ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 127. lþ.

[16:54]

Stefanía Óskarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Nú hefur það óneitanlega vakið athygli að einmitt í Reykjavíkurborg hafa fulltrúar Vinstri grænna, í viðræðum við R-listann vegna hugsanlegrar þátttöku þeirra í sveitarstjórnarkosningum í samstarfi við R-listann, mælt mjög gegn sölu eigna svo sem Orkuveitu Reykjavíkur sem hefur safnað gríðarlegum skuldum á síðustu árum. Þeir hafa lagt til að stofnað yrði sameignarfélag um þann rekstur sem kemur ýmsum undarlega fyrir sjónir. En stendur það þá eftir að Vinstri grænir muni mjög beita sér fyrir því að stjórnvöld greiði niður skuldir Reykjavíkurborgar?