Fjáraukalög 2001

Þriðjudaginn 04. desember 2001, kl. 19:16:00 (2452)

2001-12-04 19:16:00# 127. lþ. 42.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 127. lþ.

[19:16]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Það eru takmörk fyrir því, hæstv. forseti, hve miklu er hægt að koma að hér á tveimur mínútum. Þingmaðurinn hefur lagt hér fram fyrirspurn og svo spyr hann mig núna hvort ég vilji ekki bara svara fyrirspurninni fyrir fram. Auðvitað ekki. Hann leggur fram fyrirspurn sína, henni verður svarað eftir eðlilegum og hefðbundnum leiðum.

Að því er varðar þann þátt málsins sem menn hafa gert sér svo mikinn mat úr í dag í umræðu og reyndar í gær varðandi fjárveitingu vegna einkavæðingar og útboðs verkefna á vegum ríkisins þá liggur náttúrlega í hlutarins eðli að oft er ekki hægt að svara slíkum spurningum meðan mál eru í vinnslu. Þarna eru samningar m.a. við erlend fyrirtæki og viðskiptaleyndarmál sem ekki er eðlilegt að upplýsa um. Þetta verða menn bara að skilja að er algengt í viðskiptum. Það þarf eiginlega ekki að hafa fleiri orð um það. Þannig er þetta mál vaxið eftir því sem ég best veit.