Fjáraukalög 2001

Miðvikudaginn 05. desember 2001, kl. 13:56:59 (2491)

2001-12-05 13:56:59# 127. lþ. 43.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, GÁS (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 127. lþ.

[13:56]

Guðmundur Árni Stefánsson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Maður er eilítið hugsi við upphaf þessarar atkvæðagreiðslu, hvort frv. og þær tillögur sem hér liggja fyrir séu yfirleitt á vetur setjandi og hvort yfirleitt sé nokkurt vit í því að afgreiða þessar tillögur eins og venja er til samanborið heimildir til ráðherra, sumar ansi víðtækar þegar fyrir liggur í stórauknum mæli að ráðherrar ríkisstjórnarinnar reynast mjög tregir í taumi þegar kemur að einföldum spurningum í þá veru hvernig þeir hafi notað þær heimildir sem Alþingi er að veita þeim. Það liggur í augum uppi að menn hafa í ljósi þessarar nýfengnu reynslu og þess tappa sem virðist í upplýsingastreymi frá framkvæmdarvaldi til þingsins ástæða til að endurmeta verklag og vinnubrögð þegar kemur að opnum heimildum þingsins til handa framkvæmdarvaldinu. Ég held að menn hljóti að skoða það í framhaldi þessa.