Fjáraukalög 2001

Miðvikudaginn 05. desember 2001, kl. 13:59:35 (2493)

2001-12-05 13:59:35# 127. lþ. 43.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, ÖJ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 127. lþ.

[13:59]

Ögmundur Jónasson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Margt er athugavert við fjáraukalög ríkisstjórnarinnar að þessu sinni en algera sérstöðu hafa þó felumilljónirnar 300, 300 millj. kr. sem ríkisstjórnin ætlar að verja til að standa straum af kostnaði við einkavæðingarbrask.

Mér finnst algerlega óforsvaranlegt að ganga til atkvæða um fjáraukalög án þess að fyrir liggi sundurgreining og ítarleg greinargerð um það hvernig þeim fjármunum verði varið, hverjir fá greiðslurnar og á hvaða forsendum. Í grg. með fjáraukalögum segir að verja eigi peningunum til umsjónarmanna sölunnar í ráðgjöf og frágang skjala, 300 millj. kr. Síðan upplýsir varaformaður fjárln., hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson, í gær, eða gefur í skyn, að sölumennirnir séu á prósentum, að menn séu á prósentum í einkavæðingarbraski ríkisstjórnarinnar. Það er þá ekki í samræmi við það sem segir í grg. með frv.

Herra forseti. Mér finnst svona framkoma gagnvart Alþingi Íslendinga ekki forsvaranleg og mér finnst ekki forsvaranlegt fyrir Alþingi að greiða atkvæði um fjáraukalögin fyrr en þessar upplýsingar liggja fyrir.