Fjáraukalög 2001

Miðvikudaginn 05. desember 2001, kl. 14:08:29 (2496)

2001-12-05 14:08:29# 127. lþ. 43.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 127. lþ.

[14:08]

Gísli S. Einarsson:

Virðulegur forseti. Það er undarleg skipan á röð í þennan stól en ég ætla ekki að hafa orð á því. Ég vil aðeins gera grein fyrir því að Samfylkingin mun sitja að mestu leyti hjá við þessa atkvæðagreiðslu við lokaafgreiðslu fjáraukalaga 2001, þessara laga þar sem ekki eru öll kurl komin til grafar. Við vísum allri ábyrgð af þessu á ríkisstjórnina. En við einstakar greinar munum við flytja skýringar ýmist til að hafna þeim eða styðja.