Fjáraukalög 2001

Miðvikudaginn 05. desember 2001, kl. 14:14:32 (2501)

2001-12-05 14:14:32# 127. lþ. 43.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 127. lþ.

[14:14]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um að fella niður framlag í leynisjóð ríkisstjórnarinnar, í einkavæðingarbrask. Mér finnst umhugsunarvert hvernig hæstv. forsrh. kemur fram í þessu máli.

Þetta hefur vakið miklar deilur í þinginu. Framkvæmdarvaldið og sérstaklega forsrn. hefur verið harðlega gagnrýnt og hæstv. forsrh. að sjálfsögðu einnig. Hæstv. forsrh. lætur hins vegar ekki svo lítið að taka til máls og skýra sjónarmið sín. Hann sendir Alþingi Íslendinga skilaboð frá embættismönnum í forsrn., skilaboð þess efnis að hv. Alþingi Íslendinga komi ekki við hvernig þessum leynisjóði forsrn. er varið.