Fjáraukalög 2001

Miðvikudaginn 05. desember 2001, kl. 14:22:38 (2508)

2001-12-05 14:22:38# 127. lþ. 43.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, GAK (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 127. lþ.

[14:22]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Hér birtist í hnotskurn hin skrýtna stefna ríkisstjórnarinnar að á landsbyggðinni er ríkið að kaupa upp orkufyrirtæki sem sveitarfélögin höfðu átt eða nota fyrirtæki í ríkiseigu til að kaupa upp hluti í orkufyrirtækjum sem sveitarfélögin hafa átt.

Á suðvesturhorni landsins er þessu allt öðruvísi farið. Þar selur ríkið sinn hlut til sveitarfélaganna og ráðstafar svo fjármunum þar til þess að byggja upp atvinnu og efla atvinnusjóði. Þess vegna segi ég já við þessari tillögu.