Fjáraukalög 2001

Miðvikudaginn 05. desember 2001, kl. 14:23:52 (2509)

2001-12-05 14:23:52# 127. lþ. 43.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, ÁRÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 127. lþ.

[14:23]

Árni R. Árnason:

Herra forseti. Það er sérkennilegt við þessa tillögu að hún er lánsheimild fyrir ríkisfyrirtæki til að stunda taprekstur og kaupa rafveitur sveitarfélaga. Ekki er ætlunin að fyrirtækið sjálft geri ráðstafanir í rekstri sínum til að lækka tapreksturinn heldur er þess vænst að í framtíðinni verði hann bættur með sköttum á orkukaupendur annarra fyrirtækja.

Í þessu máli er um að ræða uppkaup á fyrirtæki sem deilur standa um heima í héraði. Í öðrum tilvikum stundar þetta fyrirtæki uppkaup á fyrirtækjum sem verða hins vegar til þess að sameiningarviðræður annarra raforkufyrirtækja, t.d. í eigu sveitarfélaga, ganga erfiðlega vegna þess að þetta fyrirtæki beitir hreinum yfirboðum. Af þessum ástæðum tel ég þetta mál mjög vafasamt.

Mér finnst hins vegar nauðsynlegt og rétt að ríkisstjórnin geti greitt götu eðlilegra meiri hluta í sveitarfélögum --- þó svo deilur standi --- og viðskipti á milli þeirra og ríkisfyrirtækja. Einungis þess vegna segi ég já.