Fjáraukalög 2001

Miðvikudaginn 05. desember 2001, kl. 14:25:24 (2510)

2001-12-05 14:25:24# 127. lþ. 43.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 127. lþ.

[14:25]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Hér er farið fram á heimild til að ábyrgjast fyrir hönd ríkissjóðs sjálfskuldarábyrgð lántöku Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf., til endurfjármögnunar á allt að 2.500 millj. kr. Ég ætla að sjálfsögðu ekki að leggja stein í götu þess að þetta fyrirtæki geti endurfjármagnað hluta af miklum skuldum sínum. En ég vek athygli á því að hér er verið að lýsa því yfir að áform um að hlutafélag um Flugstöð Leifs Eiríkssonar gæti sjálfstætt og á eigin forsendum ráðið við fjárskuldbindingar sínar eru í reynd að renna út í sandinn. Nú þarf fyrirtækið sjálfstæða ríkisábyrgð til að inna af hendi eða framlengja hverja afborgun fyrir sig þegar hún gjaldfellur. Þetta er auðvitað ekki í samræmi við þau fögru fyrirheit og þær miklu væntingar sem menn höfðu uppi þegar fyrirtækið var stofnað um að töfrastafirnir miklu, hf, mundu leysa þarna allan vanda.