Fjáraukalög 2001

Miðvikudaginn 05. desember 2001, kl. 14:31:40 (2515)

2001-12-05 14:31:40# 127. lþ. 43.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, VE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 127. lþ.

[14:31]

Vilhjálmur Egilsson:

Virðulegi forseti. Til þess að það fari nú ekkert á milli mála: Ég segi nei og nei og aftur nei við því að Rarik kaupi Rafveitu Sauðárkróks. Því ætla ég að styðja þessa tillögu.

Ég vil segja það í tilefni af orðum hv. þm. Kristjáns Möllers hér áðan að sjálfstæðismenn í Skagafirði eru vissulega í fýlu yfir því að vera í minni hluta vegna þess að því sveitarfélagi væri miklu betur borgið með því að hafa sjálfstæðismenn þar við völd. (Gripið fram í.) Ég vona fyrir hönd Skagafjarðar að það takist að koma í veg fyrr það klúður að Samfylkingin verði þar áfram í meiri hluta eftir næstu kosningar.

(Forseti (HBl): Það er gott að fá sýnishorn af því hvernig bæjarstjórnarfundir ganga fyrir sig þar nyrðra.)