Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Fimmtudaginn 06. desember 2001, kl. 11:43:09 (2570)

2001-12-06 11:43:09# 127. lþ. 45.1 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv. 133/2001, Frsm. meiri hluta VE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 127. lþ.

[11:43]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. veit að í Verslunarráðinu er mikil breiðfylking, stærri en sumar aðrar fylkingar. Að mínu mati er það viðvarandi viðfangsefni varðandi sveitarfélögin að fjalla um tekjuskiptingu milli ríkisins og sveitarfélaga og það er eitt af því sem þarf að skoða reglubundið. Að sjálfsögðu þarf að skoða þessa hluti eins og aðra í því samhengi. Þetta er eitthvað sem þarf að gerast á nokkurra ára fresti. (Gripið fram í: Hvað með sveitarfélögin, tryggingagjaldið?) Það er það sem ég var að ræða um, hv. þm.