Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Fimmtudaginn 06. desember 2001, kl. 18:32:45 (2613)

2001-12-06 18:32:45# 127. lþ. 45.1 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv. 133/2001, KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 127. lþ.

[18:32]

Kristján L. Möller (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að hér er kominn talsmaður til að skýra þessa brtt. út fyrir okkur. Ég gat ekki lesið annað út úr þeirri brtt. Ég ætla bara að lesa hana enn einu sinni. Og þá getur vel verið að þessi brtt. sé bara snarvitlaus og eigi ekki heima hér. En það er ein brtt. sem kemur frá 2. minni hluta. Hún er við 54. gr. og orðast svo:

,,Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2003 og koma til framkvæmda við álagningu á árinu 2004.``

Og síðan er rætt um e-lið 14. gr. um húsaleigubæturnar og 30. gr. sem er tekjuskattslækkun um 0,33%. Ég gat ekki lesið annað úr því en að þessi lög og eina brtt. sem er við þennan lagabálk sem hér er, og er við 54. gr. sem er um gildistökuna. Ríkisstjórnarflokkarnir eru með árið 2002 en taki gildi 2003. Ég gat ekki lesið annað út úr þessu en þetta.