Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Fimmtudaginn 06. desember 2001, kl. 18:39:40 (2619)

2001-12-06 18:39:40# 127. lþ. 45.1 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv. 133/2001, KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 127. lþ.

[18:39]

Kristján L. Möller (andsvar):

Herra forseti. Já, ég vildi óska að ég gæti lært af öðrum þingmönnum það sem ég hef lært af hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur á tveggja ára ferli. Ég vildi óska að ég gæti lært jafnmikið af öðrum þingmönnum.

Ég eyddi töluverðum tíma í að ræða um tryggingagjaldið, hv. þm. Guðjón Guðmundsson. Ég spurði hvort það væri ekki íþyngjandi. Í skýrslum kemur fram að á Vesturlandi munu eignarskattar af fyrirtækjum lækka um 59 millj., tekjuskattur um 62 millj. en tryggingagjald mun hækka um 118 millj. Þannig að fyrirtæki á Vesturlandi munu einungis græða um 4 millj. meðan fyrirtæki í höfuðborginni græða um 2,7 milljarða.

Er þetta, hv. þm., til þess að létta atvinnurekstur á landsbyggðinni?

Og svo rétt í lokin: Er ekki töluvert verið að ráðast hér að sveitarfélögunum sem við berum umhyggju fyrir? Er ekki verið að skerða ráðstöfunartekjur sveitarfélaga um 1.500--1.800 millj. með þeim breytingum sem verið er að boða?

Það er þetta sem ég er að ræða um sem eru auðvitað árásir á landsbyggðarekstur, á sveitarfélög á landsbyggðinni, sem þola ekki mikið fyrir, þetta er það versta í þessum skattalagapakka.