Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Fimmtudaginn 06. desember 2001, kl. 21:39:56 (2636)

2001-12-06 21:39:56# 127. lþ. 45.1 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv. 133/2001, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 127. lþ.

[21:39]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Ég er ekki viss um að þingmaðurinn geri sér grein fyrir að eitt markmiðið með þessum breytingum er að efla þannig stöðu ríkissjóðs að hún geri okkur kleift að koma enn betur til móts við einstaklingana en við gerum í dag og við getum slegið enn þéttari skjaldborg til að mynda um velferðarkerfið.

Síðan sagði þingmaðurinn: ,,Þessu verður breytt ...`` Já, mér finnst það líklegt. Og ég geri mér vonir um að það líði ekkert mjög mörg ár áður en hægt verður að breyta þessu aftur og halda áfram og gera meira í þessum efnum, ganga lengra í að lækka, jafnvel afnema eignarskatta, gera meira í ýmsum öðrum umbótum sem lúta að atvinnulífinu en einnig einstaklingunum. Það er markmiðið með þessum breytingum.