Tilhögun þingfundar

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 10:34:29 (2647)

2001-12-07 10:34:29# 127. lþ. 46.94 fundur 211#B tilhögun þingfundar#, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[10:34]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill geta þess varðandi þinghald í dag að ráð er fyrir því gert að fram fari atkvæðagreiðsla að loknu matarhléi, um hálftvöleytið, til að ganga frá afbrigðum. Enn fremur er reiknað með því að frekari atkvæðagreiðslur verði þegar líða tekur á daginn, aftur um afbrigði. Ég bið hv. þm. að vera því viðbúna með jafnvel stuttum fyrirvara.