Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 10:35:29 (2648)

2001-12-07 10:35:29# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, Frsm. meiri hluta ÓÖH
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[10:35]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Ólafur Örn Haraldsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir frhnál. um frv. til fjárlaga fyrir árið 2002 og er það frá meiri hluta fjárln.

Mikil umskipti hafa orðið í íslenskum þjóðarbúskap á þessu ári. Eftir því sem á árið hefur liðið hafa birst æ skýrari merki um samdrátt í þjóðarbúskapnum og er það eftir að vaxtarskeið sem á undanförnum árum hefur staðið yfir kemur til loka. Til marks um það er áætlað að þjóðarútgjöld í heild dragist saman um 3% á þessu ári og spáð er rúmlega 3% samdrætti á næsta ári. Samkvæmt þessu minnka þjóðarútgjöld um 6% samanlagt á umræddum árum. Landsframleiðslan breytist minna því að innflutningur á vöru og þjónustu dregst mest saman. Hagvöxtur er reyndar talinn verða 2,2% á þessu ári en hann kemur allur fram á fyrri hluta ársins og því er gert ráð fyrir samdrætti á síðari hluta þess.

Í nýbirtri spá Þjóðhagsstofnunar er reiknað með 1% í samdrætti á næsta ári. Það virðist því enginn vafi á að samdráttur hefur tekið við af vaxtarskeiðinu. Slíkar tölur gefa e.t.v. takmarkaða mynd af niðursveiflunni og því getur verið gagnlegt að skoða hana einnig í sögulegu ljósi. Síðast var afturkippur í hagkerfinu á árunum 1992 og 1993. Þá drógust þjóðarútgjöld saman um nálægt 1,5% hvort árið eða samtals um 9%. Landsframleiðslan minnkaði hins vegar um 3,3% á árinu 1992 en jókst síðan lítillega árið eftir. Af þessu má sjá að lægðin í efnahagslífinu var nokkru dýpri á þessum árum en gert er ráð fyrir að verði nú.

Ef litið er aðeins lengra aftur í tímann til niðursveiflunnar á árunum 1988 og 1989 kemur í ljós að þjóðarútgjöldin drógust þá saman um 5% og landsframleiðslan stóð nánast í stað. Þessi lægð var því grynnri en búist er við að hún verði á þessu og næsta ári. Svo geta menn borið saman þessi tímabil í huga sér, bæði eftir minni og með hliðsjón af því talnaefni sem hér hefur verið rakið.

Margt hefur breyst í þjóðbúskapnum frá þessum samdráttartímum og að baki þeim liggja mismunandi ástæður. Engu að síður sýnir þetta efni að við stöndum frammi fyrir umtalsverðum vanda. Sá vandi er fyrst og fremst í efnahagslífi okkar og athafnalífi og ekki svo ýkja ólíkur að umfangi sem ég ræddi um á þeim árum er um var getið. Því skyldi engan undra að mikið hafi gengið á við fjárlagagerðina að þessu sinni. Breytt efnahagsleg skilyrði hafa einfaldlega leitt til viðbragða af hálfu stjórnvalda sem hafa birst í skattaaðgerðum sem kynntar voru í október og sparnaðar- og aðhaldsaðgerðum sem unnið hefur verið að undanfarna daga.

Í þessu sambandi má rifja upp að haustið 1992 var einmitt farið í víðtækar ríkisfjármálaráðstafanir og fyrir vikið breyttist fjárlagafrv. verulega í meðförum þingsins. Þar var bæði um sparnaðarátak að ræða og örvandi aðgerðir fyrir athafnalífið. Ég ætla ekki að fara nánar út í slíkan samanburð enda aðstæður öðruvísi nú en þá, ekki síst að því er varðar aðdragandann. Meginatriðið er hins vegar að þetta eru eðlileg viðbrögð af hálfu stjórnvalda við stórfelldum breytingum á efnahagslegum skilyrðum.

Einnig er ástæða til að vekja athygli á því að efnahagsleg skilyrði eru ekki aðeins lakari en áður var gert ráð fyrir heldur jafnframt óvissari. Aukin óvissa verður bæði rakin til atburða innan lands og ekki síður utan þess. Spenna í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september sl., stríðið í Afganistan og átökin fyrir botni Miðjarðarhafs geta birst í óvæntum myndum í efnahagsmálum á alþjóðavettvangi.

Hér innan lands er óneitanlega mikil óvissa um efnahagshorfur sem m.a. stafa af óstöðugleika á gjaldeyrismörkuðum og óvissu um hvort launalið kjarasamninga verður sagt upp í byrjun næsta árs. Því er erfitt að henda reiður á verðlagshorfum eins og mikill munur á verðbólguspám gefur til kynna. Þjóðhagsstofnun reiknar t.d. með að verðbólgan milli áranna 2001 og 2002 verði 6,1% og um 3,5% frá upphafi til loka ársins 2002 sem er svipað og Seðlabankinn spáir en Landsbankinn spáir aftur á móti 6,7% verðbólgu milli umræddra ára og 4,9% frá upphafi til loka ársins í nýútgefnu riti sínu. Þessi óvissa gerir hagstjórn erfiðari og veldur því að menn verða að hafa góðar gætur á framvindunni á næstu mánuðum til að geta gripið inn í ef frekari tilefni verða til slíks.

Þrátt fyrir þessa óvissu má færa sterk rök fyrir því að efnahagsniðursveiflan verði skammvinn. Þannig er reiknað með að efnahagslífið rétti úr kútnum þegar kemur fram á árið 2003. Hagvöxtur verði þá því sem næst 3% ef ráðist verður í áformaðar virkjunarframkvæmdir en ella um 1% minni. Ef þessar spár ganga eftir fylgir hagsveiflan hér á landi í mikilvægum atriðum hinni alþjóðlegu sveiflu þótt flest bendi til að dýfan hér á landi verði nokkru dýpri og standi e.t.v. nokkrum mánuðum lengur. Þetta stafar af því að fyrir utan erfiðari ytri skilyrði er óhjákvæmilegt að þjóðarbúið lagi útgjöld sín að tekjum til að minnka viðskiptahallann og skapa þannig traustari grunn fyrir stöðugleika og jafnvægi í efnahagslífinu í næstu framtíð.

Enginn vafi er á því að viðskiptahallinn hefur verið okkar helsta vandamál í efnahagsmálum á undanförnum árum. Hallinn náði hámarki í fyrra. Þá var hann 67 milljarðar kr. en það samsvarar 10% af landsframleiðslunni. Endurskoðaðar spár um þetta sýna að búast má við helmingi minni halla á næsta ári, um 5% af landsframleiðslu eða um 38 milljarða kr. Þarna er því í sjónmáli mikilsverður árangur. Fyrirtæki og heimili taka á sig mestan hluta samdráttar í viðskiptahallanum. Útgjöld heimila og fjárfesting fyrirtækja minnkar verulega á þessu ári og því næsta.

Mikilvægt er að ríkissjóður leggist á sveif með einkaaðilum í þessu efni eins fast og unnt er miðað við núverandi horfur í þjóðarbúskapnum. Þessu hefur verið beitt og ég hef lagt áherslu á það í starfi fjárln. á síðustu vikum í góðri samvinnu við ríkisstjórn og aðra aðila. Þetta endurspeglast í þeim tillögum sem meiri hluti fjárln. leggur fram og eru það umtalsverðar ráðstafanir sem gerðar eru og birtast nú hvað skýrast í þeim tillögum sem koma fram við 3. umr. og líka með tilvísun til þeirrar umræðu og tillagna sem komu fram við 2. umr. Ég mun á eftir lýsa þeim brtt. nánar en þær liggja einnig fyrir í þingskjölum í þinginu.

[10:45]

Ég tel að fjárln. Alþingis og Alþingi hafi með þessum hætti lagt sitt af mörkum til að efla stöðugleika í þjóðfélaginu og senda skýr skilaboð til atvinnulífsins, til markaðarins, til félaga og heimila og einstaklinga til þess að sem fyrst verði komist úr úr þeirri tímabundnu lægð sem búast má við í efnahagsmálum og við komumst svo skjótt sem verða má til vaxtar og framfara að nýju.

Ég vík nú að nál. meiri hluta fjárln. en fjárln. hefur haft fjárlagafrv. til athugunar frá því að 2. umr. fór fram 27. nóvember sl. Til viðræðna við nefndina komu forsvarsmenn B-hluta stofnana, þ.e. Ríkisútvarps og Íbúðalánasjóðs. Fulltrúar Þjóðhagsstofnunar og efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins komu á fund nefndarinnar til viðræðna um tekjuhlið frv. og horfur í þjóðarbúskapnum.

Í nefndarálitinu er fyrst og fremst gerð grein fyrir meginbreytingum sem varða tekjuhlið frv. Þá er einnig gerð grein fyrir þeim breytingum sem lagt er til að gerðar verði á sundurliðunum 2--4. Að lokum er gerð grein fyrir breytingum sem lagt er til að verði gerðar á 5. og 6. gr. frv.

Mun ég nú gera grein fyrir helstu breytingum sem meiri hluti fjárln. leggur til að gerðar verði á 7. gr. frumvarpsins.

Þar er nýr liður sem fjallar um að selja mannvirki á jörðinni Kópareykjum, Borgarfjarðarsveit, Borgarfjarðarsýslu. Einnig er tillaga við 7. gr. um að liður 3.16 falli brott og liður 3.9 orðist svo:

,,Að selja íbúðarblokk við Kópavogsbraut, sem nú er nýtt fyrir fatlaða, ásamt landspildum í nágrenni hennar, og ráðstafa hluta af andvirðinu til að koma upp þremur sambýlum fyrir fatlaða og til uppbyggingar á Landspítala -- háskólasjúkrahúsi.``

Enn fremur eru við 7. gr. nýir liðir, 3.19--3.22, sem orðist svo:

,,Að selja eignarhlut ríkisins í fasteignum á Varmalandi í Borgarfirði sem nýttar hafa verið fyrir starfsemi Kennaraháskóla Íslands og verja andvirðinu til nýbyggingar skólans.

Að selja eignarhlut ríkisins í fasteigninni Eskihlíð 5, Sauðárkróki.

Að selja eignarhlut ríkisins í heilsugæsluseli að Helluhrauni 17, Mývatnssveit, og kaupa eða leigja annað hentugra.

Að selja eignarhlut ríkisins í Rauðarárstíg 31 og verja andvirði sölunnar til uppbyggingar á Landspítala -- háskólasjúkrahúsi.``

Við 7. gr. er einnig tillaga um að liður 4.15 orðist svo:

,,Að selja jörðina Kvígsstaði, Borgarfjarðarsveit, Borgarfjarðarsýslu.``

Og liður 4.21 orðist svo:

,,Að selja jörðina Bárustaði, Borgarfjarðarsveit, Borgarfjarðarsýslu.``

Ég les hér einnig allnokkra nýja liði við 7. gr., 4.38--4.51, sem orðist svo:

,,Að selja jörðina Tjaldbúðir, Staðarsveit, Snæfellsnessýslu.

Að selja jörðina Kolfreyju, Fáskrúðsfjarðarhreppi, Norður-Múlasýslu.

Að selja hluta af jörðinni Dalir II, Fáskrúðsfjarðarhreppi, Suður-Múlasýslu.

Að selja hluta af jörðinni Stað í Staðardal, Hólmavíkurhreppi, Strandasýslu.

Að selja hluta af jörðinni Knappstöðum í Fljótum, Skagafirði, Skagafjarðarsýslu.

Að selja hluta af jörðinni Brúum í Aðaldælahreppi, Suður-Þingeyjarsýslu.

Að selja hluta af jörðinni Kirkjuferjuhjáleigu, Ölfusi, Árnessýslu.

Að selja eða leigja um 277 ha landspildu í eigu ríkisins í Gerðahreppi norðan Sandgerðisvegar og sunnan Garðskagavegar sem ekki er nýtt í þágu varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. (Gripið fram í.)

Að selja jörðina Hvítsstaði í Borgarbyggð, Mýrasýslu.

Að selja jörðina Flateyri, Fjarðabyggð, Suður-Múlasýslu.

Að selja jörðina Framnes, Fjarðabyggð, Suð\-ur-Múla\-sýslu. (Gripið fram í.)

Að selja jörðina Hraun, Fjarðabyggð, Suður-Múlasýslu. (Gripið fram í: Hverjum á að selja hana?)

Að selja jörðina Sómastaðagerði, Fjarðabyggð, Suður-Múlasýslu. (Gripið fram í.)

Að selja jörðina Sómastaði, Fjarðabyggð, Suður-Múlasýslu.`` (Gripið fram í.)

Virðulegi forseti. Það er stöðugt gripið fram í fyrir mér hér úti í salnum og truflar það mál mitt. Má ég biðja um aðstoð forseta ef því heldur áfram. (Gripið fram í: Er ekki rétt að forseti biðji þingmenn að hafa hljóð?)

(Forseti (GÁS): Forseti er einfær um að halda stjórn á þessum fundi og biður hv. þm. að hafa sig hæga.) (Gripið fram í.)

(Forseti (GÁS): Forseti biður hv. þm. um að hafa hljóð og gefa ræðumanni tóm til að halda ræðu sína.) (Gripið fram í: Gildir það ekki um aðra þingmenn líka?)

(Forseti (GÁS): Þarf forseti að árétta þetta frekar?)

Virðulegi forseti. Ég þakka góða aðstoð við ræðuhöldin. Ég held áfram að lesa og gera grein fyrir 7. gr.

Liður 6.30 falli brott.

Liður 6.1 orðist svo:

,,Að kaupa fasteignir fyrir Stjórnarráð Íslands á sk. stjórnarráðsreit við Arnarhvol í Reykjavík.``

Liður 6.3 orðist svo:

,,Að kaupa fasteignir sem nauðsynlegar eru vegna skipulags Menntaskólans í Reykjavík, og eru innan svæðis sem markast af Lækjargötu, Amtmannsstíg, Þingholtsstræti og Bókhlöðustíg.``

Liður 6.17 orðist svo:

,,Að kaupa húsnæði við Eiríksgötu fyrir starfsemi Landspítala -- háskólasjúkrahúss.``

Við 7. gr. eru enn fremur nýir liðir, 6.31--6.35, og orðist svo:

,,Að kaupa viðbótarhúsnæði fyrir Heilsugæsluna í Hafnarfirði.

Að kaupa jörðina Galtastaði fram í Hróarstungu, Norður-Héraði, Norður-Múlasýslu.

Að kaupa eignarhlut St. Fransiskusreglunnar í St. Fransiskusspítalanum, Stykkishólmi.

Að kaupa eignarhlut Reykhólahrepps í Flatey á Breiðafirði og taka til þess nauðsynleg lán.

Að kaupa eða leigja húsnæði fyrir heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og taka til þess nauðsynleg lán.``

Þá bætist nýr liður við 7. gr. sem er 7.13 en þar segir:

,,Að lækka fjárheimildir á fjárlagaliðunum 996 Íslenska upplýsingasamfélagið hjá ráðuneytum, alls um 100 millj. kr., og færa þær inn á liðinn 09-481 Útgjöld samkvæmt heimildaákvæðum til að framfylgja tillögu um lækkun útgjalda í þeim verkefnum. Jafnframt að færa fjárheimildir á milli fjárlagaliðanna 996 Íslenska upplýsingasamfélagið hjá ráðuneytum og annarra fjárlagaliða eftir því sem við á vegna mótframlaga stofnana til verkefna á þessu sviði sem dregið verður úr eða fallið frá.``

Ég hef þá lokið við að gera grein fyrir 7. gr. í þeim tillögum sem hér liggja fyrir.

Virðulegi forseti. Ég geri þá grein fyrir og skýri einstakar brtt., mun þó ekki lesa þær allar heldur vísa til þingskjala sem liggja frammi. Ég vík að einstökum ráðuneytum og stofnunum þeirra en fyrst vil ég fara nokkrum orðum um þær brtt. sem gerðar eru hér við 3. umr. og varða æðstu stjórn ríkisins.

Lagt er til að fjárheimild æðstu stjórnar ríkisins verði lækkuð um 45,1 millj. kr.

Þar er fyrst að geta Alþingis.

Alþjóðasamstarf. Lagt er til að fjárveiting til alþjóðasamstarfs Alþingis hækki um 26,4 millj. kr. Tillagan er þríþætt. Í fyrsta lagi er um að ræða 15 millj. kr. tímabundna hækkun til að standa straum af útgjöldum við fjórar ráðstefnur og fundi á Íslandi en það eru þemaráðstefna Norðurlandaráðs, fundur þingmannanefndar EES og tveir norrænir samráðsfundir IPU sem eru alþjóðasamtök þingmanna. Í öðru lagi er um að ræða 4,6 millj. kr. tímabundna hækkun til að greiða hlut Íslands við að setja upp sýningu helgaða veiðimenningu Vestur-Norðurlanda og í þriðja lagi er um að ræða 6,8 millj. kr. hækkun til að mæta gengishækkunum umfram verðlagsforsendur fjárlaga vegna þátttökugjalda í alþjóðasamstarfi og ferðakostnaðar erlendis.

Almennur rekstur. Lögð er til 2,4 millj. kr. hækkun á fjárveitingu til að mæta útgjöldum við framkvæmd kjarasamnings við starfsmenn Alþingis. Jafnframt er lagt til að fjárveiting hækki um 1,5 millj. kr. til að mæta gengishækkunum umfram verðlagsforsendur fjárlaga við alþjóðasamstarf á vegum forseta og forsætisnefndar.

Sérverkefni. Lögð er til 7 millj. kr. tímabundin hækkun framlags til verkefnis við skönnun eldri árganga Alþingistíðinda. Áætlun gerir ráð fyrir að myndað verði heillegt stafrænt og birtingarhæft yfirlit um öll skjöl Alþingis frá því að það var endurreist árið 1845. Þá er lagt til að fjárveiting hækki um 0,6 millj. kr. til að mæta gengishækkunum umfram verðlagsforsendur fjárlaga við rekstur Jónshúss og fræðimannsíbúðar í Kaupmannahöfn.

Lagt er til að framlag til reksturs fasteigna lækki um 10 millj. kr. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnar um aukið aðhald í útgjöldum.

Undir liðnum Fasteignir er lögð til 23 millj. kr. tímabundin lækkun framlags til viðgerða á Alþingishúsinu. Er þá miðað við að tengingu Skála við Alþingishús verði frestað og ekki ráðist í breytingar innan dyra í Alþingishúsinu. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnar um aukið aðhald í ríkisútgjöldum.

Gerð er tillaga um 50 millj. kr. tímabundna lækkun framlags til breytinga í Alþingishúsinu. Er þá miðað við að tengingu Skála við Alþingishús verði frestað og ekki ráðist í breytingar innan dyra í Alþingishúsinu. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnar um aukið aðhald í útgjöldum.

Ég vík þá að forsætisráðuneyti. Lagt er til að fjárheimild ráðuneytisins verði lækkuð um 254 millj. kr.

Til að leiðrétta stöðu fjárlagaliða vegna mótframlaga ráðuneytisins til verkefna íslenska upplýsingasamfélagsins er lagt til að 3 millj. kr. millifærist af þessum lið þannig að 1,5 millj. kr. færist á lið 01-251 Þjóðmenningarhúsið og 1,5 millj. kr. á lið 01-902 Þjóðgarðurinn á Þingvöllum.

Lagt er til að framlag til nýbygginga fyrir Stjórnarráðið lækki um 200 millj. kr. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnar um aukið aðhald í útgjöldum.

[11:00]

Þjóðmenningarhúsið. Á þennan lið millifærast 1,5 millj. kr. af lið 01-190 Ýmis verkefni til að leiðrétta stöðu fjárlagaliða vegna mótframlaga ráðuneytisins til verkefna íslenska upplýsingasamfélagsins eins og að framan greinir.

Vestnorrænt menningarhús í Kaupmannahöfn. Gerð er tillaga um að framlag til framkvæmda við vestnorrænt menningarhús í Kaupmannahöfn lækki tímabundið um 54 millj. kr. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukið aðhald í útgjöldum.

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum. Til að leiðrétta stöðu fjárlagaliða vegna mótframlaga ráðuneytisins til verkefna íslenska upplýsingasamfélagsins er lagt til að 1,5 millj. kr. millifærist á þennan lið af lið 01-190 Ýmis verkefni.

Þá eru gerðar tillögur er varða menntamálaráðuneytið. Lagt er til að fjárheimild menntamálaráðuneytis verði lækkuð um 159,3 millj. kr.

Háskóli Íslands. Lagt er til að framlag til rannsókna lækki um 25 millj. kr. og er því áætlað fyrir 55 millj. kr. tímabundinni hækkun til rannsókna í skólanum frá fjárlögum yfirstandandi árs í stað 80 millj. kr. samkvæmt frumvarpinu. Í fjáraukalögum fyrir árið 2001 er farið fram á 80 millj. kr. framlag til rannsókna í skólanum. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukið aðhald í ríkisútgjöldum.

Ég vil þá í nokkrum orðum gera grein fyrir breytingartillögum undir liðnum 1.13 Háskólasjóður. Lagt er til að framlag til Háskóla Íslands vegna sóknargjalda verði lækkað um 4 millj. kr. frá frumvarpinu en þar er gert ráð fyrir 14,9 millj. kr. hækkun á þessu viðfangsefni. Skv. 2. gr. laga nr. 91/1987 er framlagið reiknað sem tiltekin fjárhæð fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri í lok næstliðins árs á undan gjaldári. Í greininni er jafnframt kveðið á um að sóknargjaldið hækki í samræmi við hækkanir á meðaltekjuskattsstofni milli næstliðinna tveggja ára. Þar sem framlag til þessarar starfsemi hefur verið hækkað að fullu miðað við launabreytingar milli ára hefur það hækkað umfram almennar verðlagshækkanir sem gert hefur verið ráð fyrir í framlögum til rekstrarverkefna í fjárlögum um árabil. Þá hefur ekki heldur verið dregið úr hækkunum á framlaginu þau ár sem fjárlög hafa gert ráð fyrir hagræðingu í rekstri ríkisstofnana og sjálfseignarstofnana sem ríkið greiðir framlög til. Í frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem lagt hefur verið fram á Alþingi er lögð til breyting á tilvitnaðri grein laganna fyrir árið 2002 á þann veg að fjárhæð fyrir hvern einstakling verði óbreytt frá árinu 2001. Framlagið hækkar þó sem nemur áætlaðri fjölgun einstaklinga milli ára en hún er talin verða 1%. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukið aðhald í útgjöldum.

Ég vík þá að Byggingarframkvæmdum og tækjakaupum. Lagt er til að fyrirhuguðum 400 millj. kr. framkvæmdum við Náttúrufræðihús sem miðað var við að hæfust á miðju ári 2002 verði seinkað þannig að framkvæmt verði fyrir 200 millj. kr. á árinu. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukið aðhald í útgjöldum.

Framhaldsskólar, stofnkostnaður. Bygg\-ing\-ar\-fram\-kvæmd\-ir, óskipt. Lagt er til að frestað verði fyrirhuguðum framkvæmdum við framhaldsskóla að fjárhæð 100 millj. kr. og nema byggingarframkvæmdir við framhaldsskóla þá 372 millj. kr. á árinu 2002. Skipting framlagsins er sýnd í breytingartillögum meiri hlutans.

Lagt er til að framlag til leigugreiðslu framhaldsskóla til Fasteigna ríkisins og Fasteigna framhaldsskóla, sem ganga til viðhalds skólahúsnæðis, lækki tímabundið um 75 millj. kr. Lækkunin hefur áhrif á framlög til allra framhaldsskólanna og er skipting fjárhæðarinnar á einstaka liði fjárlaga sýnd í sérstökum yfirlitum I í breytingartillögum meiri hlutans. Í frumvarpinu er áætlað fyrir 150 millj. kr. hækkun á milli ára og er því lagt til að helmingi þeirrar hækkunar verði frestað til ársins 2003. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukið aðhald í útgjöldum.

Þá vík ég að Kvikmyndaskoðun. Menntamálaráðuneytið hefur breytt reglugerð um Kvikmyndaskoðun, nr. 388/1995, sem áætlað er að leiði til þess að áætluð rekstrargjöld lækki um 1 millj. kr. og áætlaðar innheimtar ríkistekjur vegna kvikmyndaskoðunar lækki um sömu fjárhæð. Breytingin hefur því ekki áhrif á útgjöld ríkisins.

Um Fornleifavernd ríkisins er gerð tillaga og lagt til að millifærðar verði 30 millj. kr. á þennan nýja lið í samræmi við ákvæði safnalaga. Þar af eru 20,6 millj. kr. millifærðar af Þjóðminjasafni Íslands, viðfangsefni 1.01, og 9,4 millj. kr. vegna launa minjavarða sem eru starfsmenn Fornleifaverndar ríkisins af viðfangsefni 1.10 Byggða- og minjasöfn.

Þá er að geta tillagna er varða Þjóðminjasafn Íslands.

Gerð er tillaga um fjárveitingu til þriggja verkefna sem alls nema 19 millj. kr. Í fyrsta lagi er lögð til 9 millj. kr. tímabundin fjárveiting til átaks í fjarvinnsluskrám safnsins í gagnagrunninn Sarp. Í öðru lagi er gerð tillaga um 6 millj. kr. tímabundna hækkun fjárveitingar til áframhaldandi rannsókna í Reykholti í Borgarfirði. Loks er gerð tillaga um 4 millj. kr. fjárveitingu til Þjóðminjasafnsins til að taka til varðveislu og skráningar málverkasafn Bjarna Jónssonar um íslenska sjávarhætti. Um lokagreiðslu er að ræða.

Þá er lagt er til að millifærðar verði 20,6 millj. kr. af þessum lið á nýjan fjárlagalið, 02-901 Fornleifavernd ríkisins, í samræmi við ný safnalög.

Byggða- og minjasöfn. Lagt er til að millifærðar verði 48,4 millj. kr. af liðnum. Annars vegar fara 9,4 millj. kr. á nýjan fjárlagalið Fornleifaverndar Íslands í samræmi við ákvæði nýrra safnalaga og hins vegar 39 millj. kr. á lið 02-918 Safnasjóður sem er nýr liður samkvæmt safnalögum sem samþykkt voru á síðasta löggjafarþingi.

Ég vík að Safnasjóði. Lögð er til 58 millj. kr. fjárveiting sem er millifærð á þennan nýja lið samkvæmt safnalögum sem samþykkt voru á síðasta löggjafarþingi. Millifærðar eru 39 millj. kr. af lið 02-902 1.10 Þjóðminjasafn, byggða- og minjasöfn, 16 millj. kr. af liðnum 02-919 1.90 Söfn, ýmis framlög, og 3 millj. kr. af fjárlagalið umhverfisráðuneytsins, 14-190 1.59 Náttúrugripasöfn.

Söfn, ýmis framlög. Lagt er til að liðurinn hækki um 3 millj. kr. Af fjárveitingunni eru 2 millj. kr. ætlaðar Sjávarsafninu á Norðurtanga, Ólafsvík, en gert var ráð fyrir 0,5 millj. kr. til þess við 2. umr. um frumvarpið. Þá er gert ráð fyrir 1 millj. kr. til varðveislu og viðhalds eikarbátsins Húna II.

Hins vegar er lagt til að millifærðar verði 16 millj. kr. af þessum lið á nýjan fjárlagalið 02-918 Safnasjóður sem stofnað er til með nýjum safnalögum.

Endurbótasjóður menningarstofnana. Lagt er til að fallið verði frá fyrirhuguðum 50 millj. kr. framkvæmdum á vegum Endurbótasjóðs. Nemur framlag úr ríkissjóði því 335 millj. kr. samanborið við 385 millj. kr. í frumvarpinu. Gerð er breytingartillaga við 6. gr. frumvarpsins um skerðingarákvæði. Skipting framlagsins kemur fram í breytingartillögum meiri hlutans. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukið aðhald í útgjöldum.

Ríkisútvarpið, afnotagjöld. Lagt er til að framlag hækki um 250 millj. kr. vegna ákvörðunar um 7% hækkun á afnotagjöldum Ríkisútvarpsins. Afnotagjöldin færast um tekjuhlið fjárlaga og er ráðstafað til Ríkisútvarpsins. Hækka tekjur og gjöld um sömu fjárhæð og hefur breytingin því ekki áhrif á afkomu ríkissjóðs.

Lagt er til að áætlað verði fyrir 1,7 millj. kr. meiri ríkistekjum af höfundarréttargjaldi sem innheimt er vegna flutnings tónverka við jarðarfarir. Innheimtan fer fram á vegum STEF í samræmi við 3. gr. reglna nr. 232/1974. Tekjur af gjaldinu námu rúmlega 2,7 millj. kr. á árinu 2000 og er því lagt til að áætlað verði fyrir sömu fjárhæðum á árinu 2002. Breytingin hefur ekki áhrif á afkomu ríkissjóðs.

Þá er að geta þriggja liða undir menntamálaráðuneyti 02-982 Listir, framlög. Liður 1.83 Samningur við Menningarborgarsjóð. Lagt er til að 5 millj. kr. framlag til samnings við Menningarborgarsjóð á viðfangsefni 1.83 verði millifært yfir á nýtt viðfangsefni, 1.84, með sama heiti. Vegna mistaka var framlagið fært á lið 1.83 sem hefur í fjárlögum og bókhaldi staðið fyrir önnur verkefni.

Listir. Gerð er tillaga um 5 millj. kr. framlag til Rannsóknastofnunar í helgisiðum í Skálholti. Óskipt fé liðarins lækkar um sömu fjárhæð.

Farið er fram á 17 millj. kr. tímabundið framlag til uppbyggingar menningarmiðstöðva á Austurlandi í samræmi við viljayfirlýsingu menntamálaráðherra og formanns Sambands sveitarfélaga á Austurlandi í tengslum við undirritun samnings milli ríkis og sveitarfélaga í landsfjórðungnum um að efla þar menningarstarf og beina stuðningi ríkis og sveitarfélaga þar í einn farveg.

Undir lið 983 1.10 Fræðistörf er gerð tillaga um 1,5 millj. kr. framlag af liðnum til Margrétar Hermanns Auðardóttur vegna rannsókna í Herjólfsdal.

Ýmis framlög. Gerð er tillaga um 2 millj. kr. framlag til framkvæmda á Laugarbrekku undir Jökli til að minnast Guðríðar Þorbjarnardóttur.

Er þá lokið greinargerð minni um það er varðar menntamálaráðuneytið og vík ég næst að utanríkisráðuneytinu.

[11:15]

Utanríkisráðuneyti. Lagt er til að fjárheimild utanríkisráðuneytisins verði lækkuð um 43,4 millj. kr.

Ég vík fyrst að nokkrum þáttum er snerta sýslumanninn á Keflavíkurflugvelli. Lagt er til að fjármögnunarliðurinn Greitt úr ríkissjóði hækki um 67,6 millj. kr. og á móti lækkar fjármögnunarliðurinn Innheimt af ríkistekjum um sömu fjárhæð. Um er að ræða breytingu á fjárreiðum þar sem tekjur af vopnaleitargjaldi hafa verið færðar á embættið, en nú er lagt til að þær verði færðar á Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli í samræmi við lög nr. 60/1998, um loftferðir.

Löggæsla á Keflavíkurflugvelli. Gerð er tillaga um 22 millj. kr. tímabundið framlag vegna aukins kostnaðar í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september sl. Um er að ræða kostnað vegna aukins eftirlits á varnarsvæðum.

Þá er gerð tillaga um sértekjur embættisins á þann veg að þær hækki um 137,6 millj. kr. vegna útseldrar þjónustu við vopnaleit hjá embættinu. Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli hefur falið embættinu að framkvæma vopnaleitina samkvæmt samningi og hækka því sértekjur embættisins. Útgjöldunum er mætt með jafnháum tekjum af vopnaleitargjaldi á tekjuhlið fjárlaga. Í fjárlögum 2001 var áætlað að vopnaleitargjaldið skilaði 67,6 millj. kr., miðað við 125 kr. á farþega sem fer um Keflavíkurflugvöll, en nú er gert ráð fyrir að gjaldið verði hækkað og skili á árinu 2002 137,6 millj. kr. og verði 300 kr. á farþega. Hækkunin er til að mæta kostnaði við aukna vopnaleit í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum í september. Um er að ræða greiðslur frá Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli fyrir vopnaleit sem framkvæmd er hjá embættinu.

Loks er lagt til breytt heiti á viðfangsefninu.

Vík ég þá næst að Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli. Þar er lagt til að fjárheimild stofnunarinnar hækki um 137,6 millj. kr. vegna aðkeyptrar þjónustu við vopnaleit hjá sýslumanni á Keflavíkurflugvelli. Stofnunin hefur falið embættinu að framkvæma vopnaleitina samkvæmt samningi og koma því fram auknar sértekjur hjá sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli. Útgjöldum er mætt með jafnháum tekjum af vopnaleitargjaldi á tekjuhlið fjárlaga. Í fjárlögum 2001 var áætlað að vopnaleitargjald skilaði 67,6 millj. kr., miðað við 125 kr. á farþega sem fer um Keflavíkurflugvöll, en nú er gert ráð fyrir að gjaldið verði hækkað og skili á árinu 2002 137,6 millj. kr. og verði 300 kr. á farþega, eins og áður var getið. Hækkunin er til þess að mæta kostnaði við aukna vopnaleit í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum.

Gjöld stofnunarinnar lækka um 20,4 millj. kr. Samkvæmt endurskoðaðri áætlun um tekjur af lendingargjaldi er gert ráð fyrir að tekjurnar verði 531,2 millj. kr. árið 2002. Gert er ráð fyrir að lendingartonnum fækki um 20% vegna minni umferðar á árinu 2002. 25% hluti áætlaðra lendingargjalda sem runnu til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í B-hluta fer nú í að greiða niður skuldir Flugmálastjórnar og færist sem viðskiptahreyfing í fjárlögum fyrir árið 2002. Miðað við 531,2 millj. kr. tekjur er sá hluti 132,8 millj. kr. Hins vegar eru tekjur stofnunarinnar skertar vegna hagræðingar og samtals verður því viðskiptahreyfingin 113,9 millj. kr.

Íslensk friðargæsla. Lögð er til tímabundin lækkun framlags um 45 millj. kr. á viðfangsefnið. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukið aðhald í útgjöldum.

Landbúnaðarráðuneytið. Lagt er til að fjárheimild landbúnaðarráðuneytis verði lækkuð um 9 millj. kr.

Lögð er til 5 millj. kr. lækkun framlags til framkvæmdanefndar búvörusamninga. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukið aðhald í útgjöldum.

Lögð er til 3 millj. kr. lækkun framlags til verðlagsnefndar landbúnaðarafurða. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukið aðhald í útgjöldum.

Ýmis verkefni. Lögð er til 1 millj. kr. lækkun safnliðarins. Sundurliðun var sýnd í sérstökum yfirlitum III í breytingartillögum meiri hlutans við 2. umr. um frumvarpið. Fjárveiting til einstakra verkefna helst óbreytt en óskipt fé lækkar.

Aðfangaeftirlit ríkisins. Lögð er til 1,5 millj. kr. lækkun á framlagi. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukið aðhald í útgjöldum.

Skógrækt ríkisins. Þar er lagt til að veitt verði 8 millj. kr. tímabundið framlag til Skógræktar ríkisins. Fjárþörf þessi er til komin vegna þess að Skógræktin þarf að aðlaga rekstur sinn úrskurði samkeppnisráðs nr. 33/1999. Í úrskurðinum kemur fram að stofnunin skuli hætta framleiðslu skógarplantna. Fjárveitingin kemur í stað tekna af sölu plantna og er áformað að hún lækki um 2 millj. kr. á ári til ársins 2005.

Hvað varðar Jarðasjóð og Jarðeignir ríkisins er gerð tillaga um 6,5 millj. kr. lækkun á framlagi. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukið aðhald í útgjöldum.

Sjávarútvegsráðuneytið. Lagt er til að fjárheimild sjávarútvegsráðuneytisins verði hækkuð um 71 millj. kr.

Ýmis verkefni. Gerð er tillaga um 10 millj. kr. tímabundna fjárveitingu til könnunar á hagkvæmni kalkþörungavinnslu í Arnarfirði annars vegar og Húnaflóa hins vegar, 5 millj. kr. á hvorn stað.

Hafrannsóknastofnunin. Lagt er til að fjárveiting til stofnunarinnar verði hækkuð um 10 millj. kr. vegna verðhækkana á eldsneyti. Undanfarin missiri hefur eldsneyti sem notað er til að knýja rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunarinnar hækkað mikið í verði. Þessar verðhækkanir stafa að stórum hluta af þróun olíuverðs á alþjóðamörkuðum en í þeim gætir einnig áhrifa af lækkandi gengi íslensku krónunnar. Lagt er til að fjárveiting stofnunarinnar verði verðbætt á næsta ári í ljósi framangreinds en einnig í ljósi spár efnahagsdeildar OECD um 3,8% lækkun á innflutningsverði hráolíu á árinu 2002.

Settur hefur verið upp sérstakur kostnaðarútreikningur vegna eldsneytis fyrir bæði Hafrannsóknastofnunina og Landhelgisgæsluna. Reikningurinn er útfærður þannig að fari olíuverð lækkandi miðað við forsendur fjárlaga fyrir árið 2002 verður ávinningurinn reiknaður mánaðarlega hjá þessum stofnunum með hliðsjón af olíunotkun. Það verður síðan á ábyrgð stofnananna að verðlagsávinningurinn verði ekki notaður í aðra starfsemi heldur skili hann sér í samsvarandi afgangi á fjárheimildum í árslok. Fari eldsneytisverð hins vegar hækkandi miðað við forsendur fjárlaga fyrir árið 2002 færist tapið á sama hátt á reikninginn og skýrir þá útgjöld umfram fjárheimildir í árslok sem því nemur. Slík umframútgjöld kunna þá að koma til skoðunar við árlegan undirbúning fjárlaga en þó er gert ráð fyrir að stofnanirnar hafi nokkurt svigrúm til sveiflujöfnunar á eldsneytiskostnaði milli ára eða nýti afganginn frá fyrri árum.

Viðhald rannsóknaskipa. Lagt er til að 25 millj. kr. framlag í frumvarpinu til viðgerða á rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni falli niður þar sem hluta af viðgerð skipsins verður frestað. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukið aðhald í útgjöldum.

Lagt er til að tekjur Fiskistofu verði auknar um 50 millj. kr. og bein framlög úr ríkissjóði til stofnunarinnar lækki að sama skapi. Áformað er að hækka veiðieftirlitsgjald þannig að það standi að fullu undir kostnaði við veiðieftirlit Fiskistofu. Þetta er liður í tillögum ríkisstjórnarinnar um aukið aðhald í útgjöldum.

Þróunarsjóður sjávarútvegsins. Gert er ráð fyrir 76 millj. kr. hærri innheimtu ríkistekna af þróunarsjóðsgjöldum sem renna til sjóðsins. Samsvarandi hækkun verður gerð á tekjuhlið fjárlaga og hefur breytingin því ekki áhrif á afkomu ríkissjóðs.

Dóms- og kirkjumálaráðuneyti. Lagt er til að fjárheimild dóms- og kirkjumálaráðuneytis verði lækkuð um 139,6 millj. kr.

Lagt er til að 12 millj. kr. framlag til hugbúnaðargerðar og til kaupa á tækjum vegna Schengen-samstarfsins falli niður. Tillagan er liður í ákvörðun ríkis stjórnarinnar um aukið aðhald í útgjöldum.

Gerð er tillaga um að lækka framlag til Kirkjumálasjóðs um 8 millj. kr. frá því sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu en þar er gert ráð fyrir 11,8 millj. kr. hækkun. Framlagið er reiknað sem 11,3% af sóknargjöldum og lækkunin er í samræmi við tillögur á öðrum liðum fjárlaga um að dregið verði úr aukningu þessara framlaga. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukið aðhald í útgjöldum.

Lagt er til að Kirkjugarðasambandi Íslands verði veitt 3 millj. kr. tímabundið framlag til að hægt verði að halda áfram skráningu í fámennari sóknum landsins sem ekki hafa möguleika á því að greiða fyrir þá vinnu. Um er að ræða söfnun og skráningu legstaða- og söguupplýsinga í sóknum sem hafa færri en 500 gjaldendur, svo og kostnað við mælingu og gerð korta viðkomandi kirkjugarða. Verkefnið er unnið til að koma legstaðaskrám og uppdráttum af kirkjugörðum inn á vefinn sem ber nafnið gardur.is.

Lagt er til að framlag til kirkjugarða vegna kirkjugarðsgjalds verði lækkað um 30,4 millj. kr. eða um sömu upphæð og gert var ráð fyrir að framlagið hækkaði í frumvarpinu. Skv. 39. gr. laga nr. 36/1993 er framlag til kirkjugarða reiknað sem tiltekin fjárhæð fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri í lok næstliðins árs á undan gjaldári. Í greininni er jafnframt kveðið á um að kirkjugarðsgjaldið hækki í samræmi við hækkanir á meðaltekjuskattsstofni milli næstliðinna tveggja ára. Þar sem framlag til þessarar starfsemi hefur verið hækkað að fullu miðað við launabreytingar milli ára hefur það hækkað umfram þær almennu verðlagshækkanir sem gert er ráð fyrir í framlögum til rekstrarverkefna í fjárlögum frá því að lögin voru sett árið 1993. Þá hefur ekki heldur verið dregið úr hækkunum á framlaginu þau ár sem fjárlög hafa gert ráð fyrir hagræðingu í rekstri ríkisstofnana og sjálfseignarstofnana. Í frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem lagt hefur verið fram á Alþingi er lögð til breyting á tilvitnaðri grein laganna fyrir árið 2002 á þann veg að fjárhæð fyrir hvern einstakling verði óbreytt frá árinu 2001. Framlagið hækkar þó sem nemur áætlaðri fjölgun einstaklinga milli ára en hún er talin verða um 1%. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aðhald í útgjöldum.

[11:30]

Þá er gerð tillaga um framlag til Kirkjugarðasjóðs á þann veg að það lækki um 2,6 millj. kr. frá því sem gert er ráð fyrir í frv. Framlagið er reiknað sem 8% hlutdeild í kirkjugarðsgjaldi og er lækkunin í samræmi við tillögu um að dregið verði úr útgjaldaaukningu kirkjugarða á viðfangsefni merkt 1.11 undir þessum lið fjárlaga. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnar um aukið aðhald.

Þá er gerð tillaga um sóknargjöld, þ.e. sóknargjöld til þjóðkirkjunnar og til annarra trúfélaga. Lagt er til að framlag til þjóðkirkjunnar vegna sóknargjalda verði lækkað frá því sem gert er ráð fyrir í frv. en þar er gert ráð fyrir 104,7 millj. kr. til hækkunar á viðfangsefninu. Þá er lagt til að framlag til annarra trúfélaga vegna sóknargjalda verði lækkað um 6,1 millj. kr. frá því sem gert er ráð fyrir í frv. en þar er gert ráð fyrir 14,8 millj. kr. hækkun á viðfangsefninu. Skv. 2. gr. laga nr. 91/1987 er framlagið reiknað sem tiltekin fjárhæð fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri í lok næstliðins árs á undan gjaldári. Í greininni er jafnframt kveðið á um að sóknargjaldið hækki í samræmi við hækkanir á meðaltekjuskattsstofni milli næstliðinna tveggja ára. Þar sem framlag til þessarar starfsemi hefur verið hækkað að fullu miðað við launabreytingar milli ára hefur það hækkað umfram þær almennu verðlagshækkanir sem gert hefur verið ráð fyrir í framlögum til rekstrarverkefna í fjárlögum um árabil. Þá hefur ekki heldur verið dregið úr hækkunum á framlaginu þau ár sem fjárlög hafa gert ráð fyrir hagræðingu í rekstri ríkisstofnana og sjálfseignarstofnana. Í frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem lagt hefur verið fram á Alþingi er lögð til breyting á tilvitnaðri grein laganna fyrir árið 2002 á þann veg að fjárhæð fyrir hvern einstakling verði óbreytt frá árinu 2001. Framlagið hækkar þó sem nemur áætlaðri fjölgun einstaklinga milli ára en hún er talin verða um 1%. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukið aðhald í útgjöldum.

Þá er hér gerð tillaga um að lækka framlag til Jöfnunarsjóðs sókna um 13 millj. kr. frá því sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu en þar er gert ráð fyrir 19,4 millj. kr. til hækkunar. Framlagið er reiknað sem 18,5% af sóknargjöldum og er lækkunin í samræmi við tillögur á öðrum liðum fjárlaga um að dregið verði úr aukningu þessara framlaga. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukið aðhald í útgjöldum.

Þá er gerð tillaga um að fjárheimild félagsmálaráðuneytisins verði lækkuð um 234 millj. kr.

Undir liðnum Heimili fyrir börn og unglinga eru veittar 10 millj. kr. í framlag til meðferðarheimilis Götusmiðjunnar að Árvöllum til að styrkja starfsemi heimilisins.

Undir liðnum Málefni fatlaðra, Reykjavík, undir Almennur rekstur er lagt til að framlag til Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík hækki um 25 millj. kr. vegna reksturs nýs sambýlis í samræmi við áform félagsmálaráðuneytis um styttingu biðlista.

Jafnframt er lagt til að framlag til Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík hækki um 25 millj. kr. til eflingar skammtímaþjónustu fyrir fatlaða í Reykjavík.

Þá er með sama hætti vikið að Framkvæmdasjóði fatlaðra og lagt til að framlag til sjóðsins lækki um 25 millj. kr. frá því sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu en að fjárheimildin verði færð á lið 07-701 Málefni fatlaðra, Reykjavík og verði varið til eflingar skammtímaþjónustu fyrir fatlaða, eins og getið var hér að frama.

Um Atvinnuleysistryggingasjóð eru gerðar tillögur og lagt til að 250 millj. kr. sem eru vaxtatekjur úr Atvinnuleysistryggingasjóði af inneign markaðra tekna verði færðar á sjóðinn í samræmi við framsetningu í ríkisreikningi. Endurskoðuð áætlun um vexti af inneign sjóðsins af mörkuðum tekjum leiðir í ljós að þær verða mun hærri en áætlað var í frumvarpinu.

Lagt er til að 10 millj. kr. vaxtatekjur Tryggingasjóðs sjálfstætt starfandi einstaklinga af inneign markaðra tekna verði færðar á sjóðinn í samræmi við framsetningu ríkisreiknings.

Þá eru gerðar tillögur undir liðnum Fæðingarorlof og vikið þar að tveimur liðum, 1.01 Umsýslukostnaði Tryggingastofnunar ríkisins og 1.11 Fæðingarorlofssjóði. Lagt er til að 48 millj. kr. fjárveiting renni til rekstrarkostnaðar Fæðingarorlofssjóðs og að hún verði millifærð af tilfærsluframlagi sjóðsins, viðfangsefni 1.11, á rekstrarviðfangsefni, 1.01. Samkvæmt lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, sér Tryggingastofnun ríkisins um vörslu sjóðsins, reikningshald hans og afgreiðslu í umboði félagsmálaráðherra. Áætlunin er byggð á mati Ríkisendurskoðunar sem telur að kostnaður Tryggingastofnunar árið 2002 nemi 48 millj. kr. vegna launakostnaðar, viðhalds hugbúnaðar og hlutdeildar í föstum kostnaði.

Undir liðnum Félagsmál, ýmis starfsemi er undirliðurinn Móttaka flóttamannahópa. Lögð er til 10 millj. kr. lækkun á framlagi til móttöku flóttamannahópa sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukið aðhald í útgjöldum.

Undir liðnum Ýmis framlög er gerð tillaga um að 1 millj. kr. fari til fjárveitingar til foreldra hreyfihamlaðs drengs til lyftukaupa á heimili fjölskyldunnar.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti. Lagt er til að fjárheimild heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis verði lækkuð um 106,9 millj. kr.

Ég vík hér fyrst að Tryggingastofnun ríkisins. Óskað er eftir að 48 millj. kr. verði færðar af liðnum 07-989 1.01 Umsýslukostnaður til greiðslu umsýslukostnaðar Tryggingastofnunar ríkisins vegna starfsemi Fæðingarorlofssjóðs árið 2002. Samkvæmt lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, sér Tryggingastofnun ríkisins um vörslu sjóðsins, reikningshald hans og afgreiðslu í umboði félagsmálaráðherra. Áætlunin er byggð á mati Ríkisendurskoðunar sem telur að kostnaður Tryggingastofnunar árið 2002 nemi 48 millj. kr. vegna launakostnaðar, viðhalds hugbúnaðar og hlutdeildar í föstum kostnaði. Tekjur og gjöld Tryggingastofnunar hækka um sömu fjárhæð þar sem kostnaðurinn er greiddur af tekjum Fæðingarorlofssjóðs.

Ég vík þá að bótum samkvæmt lögum um félagslega aðstoð.

Þar er liðurinn 1.51 Uppbætur. Lagt er til veitt verði heimild til að fjölga dvalarrýmum á Hornafirði um tvö og að kostnaður við það verði 3,2 millj. kr. Viðræður standa yfir við Hornafjörð um fyrirkomulag heilsugæslu- og öldrunarþjónustu í Austur-Skaftafellssýslu. Lög um reynslusveitarfélög falla úr gildi um næstu áramót og samningur við Hornafjörð sem gerður er á grundvelli þeirra laga. Markmið nýs samnings er að efla stjórn sveitarfélagsins á málaflokknum, laga stjórnsýsluna betur að staðbundnum aðstæðum, bæta þjónustu við íbúana og nýta betur fjármagn hins opinbera. Í samningsdrögum er gert ráð fyrir að framlag hækki um 3,2 millj. kr. vegna fjölgunar um tvö dvalarrými. Enn fremur er áformuð framtíðaruppbygging öldrunarþjónustu á svæðinu, en áætlanir eru um að byggja við hjúkrunarheimilið.

Undir liðnum Sjúkratryggingar er liðurinn Lækniskostnaður. Þar er lögð til 160 millj. kr. lækkun sjúkratrygginga vegna áforma um afnám 5.000 kr. þaks á hverja komu til sérfræðilæknis. Eftir sem áður verða heildarþök vegna lækniskostnaðar óbreytt. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukið aðhald í útgjöldum.

Varðandi lið 1.15 Lyf er lögð til 310 millj. kr. lækkun lyfjaútgjalda vegna breytinga á greiðsluþátttöku lyfja. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukið aðhald.

Tillögur eru gerðar um Heyrnar- og talmeinastöð Íslands og er lagt til að rekstrargrunnur stofnunarinnar verði hækkaður um 6 millj. kr. vegna aukinna verkefna. Hér er um að ræða kostnað við læknisþjónustu og ráðningu heyrnarfræðings til að hægt verði að bæta afgreiðslu heyrnartækja og auka þjónustu við landsbyggðina.

Hins vegar er lagt til að 57,9 millj. kr. framlag undir þessum lið sem varið hefur verið til að greiða niður hjálpartæki vegna heyrnar- og talmeina verði fært á lið 08-399 1.55 Niðurgreiðsla hjálpartækja vegna heyrnar- og talmeina. Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að heimilt verði að veita einkaaðilum rekstrarleyfi til að annast tiltekna þjónustu við heyrnarskerta og heyrnarlausa. Neytendur njóta sömu greiðsluþátttöku ríkis við kaup á hjálpartækjum án tillits til þess hvert þeir kjósa að beina viðskiptum sínum.

Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Gerð er tillaga um 8,8 millj. kr. fjárveitingu til að mæta kostnaði við bakvaktir lækna við sjúkraflugsvakt á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Fyrr á þessu ári var gerður samningur við Flugfélag Íslands um rekstur sjúkraflugs á Norður- og Austurlandi. Með honum tryggir Flugfélag Íslands þjónustu á svæðinu allan sólarhringinn út frá Akureyri. Með samningnum er sett á fót miðstöð sjúkraflugs á Akureyri og starfsemi Fjórðungssjúkrahússins efld. Til að bæta þjónustuna enn frekar er áformað að hefja bakvaktir lækna við Fjórðungssjúkrahúsið. Með þessari nýbreytni þarf starfandi læknir á svæðinu ekki lengur að fylgja sjúklingi í sjúkraflug og skilja héraðið eftir læknislaust.

[11:45]

Sjúkrahús með fjölþætta starfsemi. Lagt er til að veitt verði 30 millj. kr. framlag til að koma á þjónustusamningi við SÁÁ og er framlagið háð því skilyrði að samkomulag náist og þjónustusamningur verði undirritaður.

Þá er farið fram á 20 millj. kr. framlag vegna fyrirhugaðs átaks á sviði geðheilbrigðismála. Geðsjúkdómar og geðraskanir eru á meðal algengustu sjúkdóma á Íslandi. Brýnt er að efla forvarnir á þessu sviði og þjónustu við þá sem haldnir eru þessum sjúkdómum. Einnig er farið fram á 20 millj. kr. framlag til sama málefnis á liðnum 08-500 Heilsugæslustöðvar, almennt.

Landspítali -- háskólasjúkrahús. Lögð er til 200 millj. kr. hækkun framlags til styrktar reksturs sjúkrahússins. Er framlagið ætlað til að auðvelda frekari sérhæfingu og tryggja að reksturinn verði innan fjárheimilda árið 2002.

Lögð er til 41,9 millj. kr. lækkun á framlagi til stofnframkvæmda Framkvæmdasjóðs aldraðra undir liðnum Stofnkostnaður og endurbætur. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukið aðhald í útgjöldum.

Heilbrigðismál, ýmis starfsemi. Kostnaður samkvæmt lögum um farsóttir, sóttvarnir og ónæmi. Lagt er til að veitt verði 30 millj. kr. framlag til fjölþættra sýklavarna og er það til viðbótar 20 millj. kr. framlagi sem samþykkt var við 2. umr. um frumvarpið. Gert er ráð fyrir að birgðir af bóluefni verði auknar, viðbrögð við bráðameðferð efld og fræðsla meðal heilbrigðisstarfsmanna aukin. Einnig er gert ráð fyrir að Landspítali -- háskólasjúkrahús ráðist í endurbætur á aðstöðu og breyti forgangsröðun stofnkostnaðarverkefna í þessum tilgangi.

Niðurgreiðsla hjálpartækja vegna heyrnar- og talmeina. Lagt er til að 57,9 millj. kr. framlag sem hefur verið til að greiða niður hjálpartæki vegna heyrnar- og talmeina verði fært á þetta nýja viðfangsefni 08-399 1.55 Niðurgreiðsla hjálpartækja vegna heyrnar- og talmeina. Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að heimilt verði að veita einkaaðilum rekstrarleyfi til að annast tiltekna þjónustu við heyrnarskerta og heyrnarlausa. Gert er ráð fyrir að neytendur njóti sömu greiðsluþátttöku ríkis við kaup á hjálpartækjum án tillits til þess hvert þeir kjósa að beina viðskiptum sínum.

Jafnframt er lagt til að 12 millj. kr. framlagi verði varið til að draga úr biðlistum eftir hjálpartækjum fyrir heyrnarskerta.

Reynslusveitarfélagið Akureyri. Hjúkrunarrými. Lagt er til að 41 millj. kr. komi til hækkunar framlags til að mæta kostnaði við breytingu 18 dvalarrýma í hjúkrunarrými. RAI-mat sýnir að það eru a.m.k. 18 einstaklingar sem vistast í þjónusturýmum á Hlíð og í Kjarnalundi sem ættu að vera í hjúkrunarrýmum. Lagt er til að greitt verði fyrir 18 hjúkrunarrými til viðbótar stofnunum Akureyrarbæjar og að frá því dragist jafnframt framlög til 18 þjónusturýma.

Reynslusveitarfélagið Hornafjörður. Hjúkrunarrými. Við\-ræð\-ur standa yfir við sveitarfélagið Hornafjörð um þjónustusamning um heilsugæslu- og öldrunarþjónustu í Austur-Skaftafellssýslu. Lög um reynslusveitarfélög falla úr gildi um næstu áramót og samningur við Hornafjörð sem gerður er á grundvelli þeirra laga. Markmið nýs samnings er að efla stjórn sveitarfélagsins á málaflokknum, laga stjórnsýsluna betur að staðbundnum aðstæðum, bæta þjónustu við íbúana og nýta betur fjármagn hins opinbera. Áformað er að gera þjónustusamning um heilsugæslu- og öldrunarþjónustu á svæðinu. Í samningsdrögum er áætluð hækkun daggjalds í öldrunarþjónustu samtals 5,2 millj. kr. miðað við 26 hjúkrunarrými. Er tekið mið af daggjaldataxta til annarra hjúkrunarheimila samkvæmt RAI-hjúkrunarþyngdarstuðli. Í samningsdrögum er enn fremur áformuð framtíðaruppbygging öldrunarþjónustu á svæðinu, en áætlanir eru um að byggja við hjúkrunarheimilið.

Hjúkrunarheimili. Almennur rekstur. Lagt er til 20 millj. kr. framlag til að lagfæra daggjaldataxta þjónusturýma og/eða breyta þjónusturýmum í hjúkrunarrými.

Heilsugæslustöðvar, almennt. Gerð er tillaga um 20 millj. kr. framlag vegna fyrirhugaðs átaks á sviði geðheilbrigðismála, en eins og áður kom fram í máli mínu eru geðsjúkdómar og geðraskanir meðal algengustu sjúkdóma á Íslandi. Brýnt er að efla forvarnir á þessu sviði sem og þjónustu við þá sem eru haldnir þessum sjúkdómum. Einnig er farið fram á 20 millj. kr. framlag til sama verkefnis á liðnum 08-370 Sjúkrahús með fjölþætta starfsemi.

Þá er lögð til 40 millj. kr. hækkun á komugjöldum til heilsugæslustöðva en þau hafa ekki verið hækkuð frá árinu 1996. Er gert ráð fyrir að útgjöld hækki um sömu fjárhæð og tekjurnar renni óskiptar til að styrkja rekstur heilsugæslustöðva, en nokkur rekstrarhalli er á heilsugæslunni í Reykjavík. Skipting þessarar fjárhæðar á heilsugæslustöðvarnar verður sýnd í sérstökum yfirlitum II í breytingartillögum meiri hlutans og verður færð á viðkomandi stofnanir í fjárlögum.

Sjúkraflutningar. Veitt er 8,8 millj. kr. framlag til að ljúka samningum við sýslumannsembættið á Selfossi um sjúkraflutninga í Árnessýslu. Svæðið er víðfemt og eitt það umfangsmesta sem er í umsjón eins aðila. Fyrir liggja drög að nýjum samningi en hann er sambærilegur við aðra samninga um sjúkraflutninga.

Fjármálaráðuneytið. Lagt er til að fjárheimild fjármálaráðuneytisins verði lækkuð um 800 millj. kr.

Lífeyrisskuldbindingar, eftirlaun. Lagt er til að fjárheimild viðfangsefnisins lækki um 680 millj. kr. frá því sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Sú lækkun er í samræmi við endurskoðun á áætlun um breytingar á gjaldfærðum lífeyrisskuldbindingum ríkissjóðs árið 2002.

Lífeyrissjóður alþingismanna. Lagt er til að fjárheimild viðfangsefnisins lækki um 15 millj. kr. frá því sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Sú lækkun er í samræmi við endurskoðun á áætlun um breytingar á gjaldfærðum lífeyrisskuldbindingum ríkissjóðs árið 2002.

Lífeyrissjóður ráðherra. Lagt er til að fjárheimild viðfangsefnisins lækki um 4 millj. kr. frá því sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Sú lækkun er í samræmi við endurskoðun á áætlun um breytingar á gjaldfærðum lífeyrisskuldbindingum ríkissjóðs árið 2002.

Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga. Lagt er til að fjárheimild viðfangsefnisins lækki um 64 millj. kr. frá því sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Sú lækkun er í samræmi við endurskoðun á áætlun um breytingar á gjaldfærðum lífeyrisskuldbindingum ríkissjóðs árið 2002.

Eftirlaunasjóður starfsmanna Útvegsbanka Íslands. Lagt er til að fjárheimild viðfangsefnisins lækki um 11 millj. kr. frá því sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu og er það í samræmi við endurskoðun á áætlun um breytingar á gjaldfærðum lífeyrisskuldbindingum ríkissjóðs árið 2002.

Eftirlaun fyrrum bankastjóra Útvegsbanka Íslands. Lagt er til að fjárheimild viðfangsefnisins lækki um 2 millj. kr. frá því sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu.

Eftirlaun hæstaréttardómara. Lagt er til að fjárheimild viðfangsefnisins lækki um 4 millj. kr. frá því sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu.

Lífeyrissjóðir sveitarfélaga vegna samrekstrarstofnana. Lagt er til að fjárheimild viðfangsefnisins lækki um 19 millj. kr. frá því sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu.

Aðrar lífeyrisskuldbindingar og eftirlaun. Lagt er til að fjárheimild viðfangsefnisins lækki um 1 millj. kr. frá því sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu.

Eru þessar lækkanir og tillögur sem hér voru lesnar að framan gerðar í samræmi eftir endurskoðun á áætlun um breytingar á gjaldfærðum lífeyrisskuldbindingum ríkissjóðs árið 2002.

Fasteignamat ríkisins. Landskrá fasteigna. Lagt er til að fjárveiting til smíði Landskrár fasteigna lækki um 20 millj. kr. en í frumvarpinu er gert ráð fyrir að framlagið hækki um sömu fjárhæð. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukið aðhald í útgjöldum.

Þá vil ég koma að nokkrum orðum um fjárlagaliðinn 481 6.01 Útgjöld samkvæmt heimildarákvæðum. Lagt er til að fjárheimild liðarins verði lækkuð um 100 millj. kr. frá því sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Tillagan skýrist af áformum um lækkun útgjalda vegna verkefna á sviði íslenska upplýsingasamfélagsins. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að veitt verði sérstakt framlag að fjárhæð 231,5 millj. kr. til þessara verkefna og að ýmsir fjárlagaliðir ráðuneyta leggi til mótframlög að fjárhæð 198,5 millj. kr. þannig að samtals verði 430 millj. kr. til ráðstöfunar. Fjárheimildirnar eru færðar á lið 996 Íslenska upplýsingasamfélagið hjá hverju ráðuneyti og eru verkefnin sem fá hlutdeild í sérstaka framlaginu valin af verkefnisstjórn átaksins um íslenska upplýsingasamfélagið. Ráðuneytin leggja fjárlagaliðnum til mótframlög af fjárheimildum viðkomandi stofnana sem nema a.m.k. helmingi kostnaðar fyrir utan verkefni sem teljast vera sameiginleg. Í þessari tillögu er gert ráð fyrir að sérstakt framlag til verkefnanna verði lækkað um 100 millj. kr. Í heimildargrein er jafnframt gert ráð fyrir að lækkun fjárheimilda verði færð á liði 996 Íslenska upplýsingasamfélagið innan ársins þegar forgangsröð verkefna hefur verið endurskoðuð í ljósi þess að sérstaka framlagið verður minna. Er þá einnig gert ráð fyrir að mótframlög sem færð hafa verið milli liðanna og viðkomandi stofnana geti lækkað eða fallið niður. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukið aðhald í útgjöldum.

Fasteignir ríkissjóðs. Rekstur fasteigna og Viðhald fasteigna. Lagt er til að sértekjur lækki um 75 millj. kr. á viðfangsefninu 1.11 Rekstur fasteigna. Á móti lækkar fjárheimild á viðfangsefni 5.21 Viðhald fasteigna um sömu fjárhæð. Tillagan felur í sér að veltuaukning stofnunarinnar verður minni en gert var ráð fyrir í frumvarpinu þar sem nú er fyrirhugað að farið verði hægar í sakirnar við að færa umsjón með fasteignum framhaldsskóla til stofnunarinnar. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukið aðhald í útgjöldum.

[12:00]

Launa- og verðlagsmál. Gerð er tillaga um 300 millj. kr. hækkun á fjárheimild þessa liðar. Skýrist það af launahækkunum sjúkraliða umfram það sem gert hefur verið ráð fyrir í forsendum frumvarpsins en nýr kjarasamningu við stéttarfélag þeirra tók gildi 1. nóvember sl. Skipting á fjárheimildum til stofnana vegna kjarasamningsins er sýnd í sérstökum yfirlitum IV í breytingartillögum meiri hlutans en þar er gert ráð fyrir að nýtt verði 261,1 millj. kr. fjárheimild sem var fyrir hendi á þessum lið í frumvarpinu, auk hækkunarinnar sem fram kemur í tillögunni.

Lagt er til að gerð verði almenn 1% hagræðingarkrafa til stjórnsýslustofnana ríkisins. Slík krafa skilar 180 millj. kr. lækkun rekstrarútgjalda umfram það sem þegar hefur verið lagt til í frumvarpinu. Skipting á lækkun fjárveitinga er sýnd í sérstökum yfirlitum V í breytingartillögum meiri hlutans.

Lagt er til að fjárheimild samgönguráðuneytis verði lækkuð um 89 millj. kr.

Ýmis verkefni. 1.44 Markaðssókn í íslenskri ferðaþjónustu. Farið er fram á 150 millj. kr. tímabundið framlag í eitt ár til markaðssóknar í ferðaþjónustu, bæði innan lands og erlendis. Í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september sl. hefur orðið vart samdráttar í íslenskri ferðaþjónustu. Mikilvægt er að sporna við þessari þróun en ferðaþjónustan hefur skilað þjóðarbúinu vaxandi gjaldeyristekjum undanfarin ár.

1.45 Söfn tengd samgöngum og ferðaþjónustu. Veitt er 5 millj. kr. framlag til Norður-Siglingar á Húsavík til að styrkja rekstur, en eitt höfuðmarkmið félagsins er að kynna íslenska strandmenningu og varðveita ákveðna þætti hennar.

Vegagerðin. 1.01 Yfirstjórn. Lögð er til 6 millj. kr. hækkun á liðnum. Vegna breytinga á lögum nr. 73/2001, um fólksflutninga, vöruflutninga og efnisflutninga á landi, sem samþykktar voru á Alþingi með gildistöku 1. september sl. er gert ráð fyrir að útgjöld Vegagerðarinnar vegna eftirlits og útgáfu rekstrarleyfa til sérleyfishafa hækki um 6 millj. kr. og verði samtals 9 millj. kr. á ári. Kostnaður af leyfisveitingunum er borinn uppi af leyfisgjöldum og hefur verið gert ráð fyrir tekjum vegna þeirra á tekjuhlið fjárlaga.

6.10 Nýframkvæmdir. Lögð er til 150 millj. kr. tímabundin lækkun á framlagi til nýframkvæmda umfram það sem þegar er gert ráð fyrir í frumvarpinu. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukið aðhald í útgjöldum.

Siglingastofnun Íslands. 6.70 Hafnamannvirki. Lögð er til 100 millj. kr. tímabundin lækkun á framlagi til hafnamannvirkja umfram það sem þegar er gert ráð fyrir í frumvarpinu. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukið aðhald í útgjöldum.

Lagt er til að fjárheimild iðnaðarráðuneytis verði lækkuð um 110 millj. kr.

Ýmis orkumál. 1.13 Hafsbotnsrannsóknir. Lögð er til 10 millj. kr. lækkun á framlagi vegna frestunar hafbotnsrannsókna en í frumvarpinu er 70 millj. kr. varið til verkefnisins. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukið aðhald í útgjöldum.

Byggðastofnun. 6.41 Þátttaka í eignarhaldsfélögum á landsbyggðinni. Gerð er tillaga um niðurfellingu á 100 millj. kr. framlagi vegna þátttöku ríkissjóðs í eignarhaldsfélögum á landsbyggðinni. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir 300 millj. kr. til verkefnisins en það framlag hefur ekki verið nýtt nema að hluta undanfarin ár. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukið aðhald í útgjöldum.

Lagt er til að fjárheimild viðskiptaráðuneytis verði óbreytt.

1.01 Löggildingarstofa. Lögð er til 10 millj. kr. lækkun á framlögum ríkissjóðs til stofnunarinnar sem mætt verði með hærra hlutfalli ríkistekna sem innheimtar eru af notendum þjónustunnar. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukið aðhald í útgjöldum.

Lagt er til að fjárheimild umhverfisráðuneytis verði lækkuð um 152,5 millj. kr.

Ýmis verkefni. 1.58 Náttúrugripasöfn. Í samræmi við safnalög er lagt til að 3 millj. kr. fjárveiting til náttúrugripasafna verði færð frá umhverfisráðuneyti til menntamálaráðuneytis á lið 02-918 Safnasjóður.

Lagt er til að framlag til Ofanflóðasjóðs lækki tímabundið um 160 millj. kr. Tillagan er liður í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukið aðhald í útgjöldum.

1.10 Náttúrustofa Neskaupstað. Lögð er til 3,5 millj. kr. fjárveiting til rannsókna á hreindýrastofninum.

1.12 Náttúrustofa Bolungarvík. Lögð er til 3,5 millj. kr. fjárveiting til áframhaldandi rannsókna á Hornstrandafriðlandi.

1.13 Náttúrustofa Stykkishólmi. Veitt er 3,5 millj. kr. fjárveiting til rannsókna á minkastofninum.

Virðulegi forseti. Ég les ekki ýmis gögn sem hér eru til viðbótar, en það eru skýringar við breytingartillögur við sundurliðanir vegna B-hluta og C-hluta. Vil ég vísa þar til 5. og 6. gr. Er þessa efnis alls getið ítarlega í gögnum sem lögð hafa verið fram í þinginu.

Að lokum vil ég geta þáttar er varðar samgrn. eftir samráð við Ríkisendurskoðun. Sú breyting er gerð á framsetningu upplýsinga í fjárlagafrv. fyrir árið 2002 í samanburði við fyrra ár að fjárlagaliður 10-472 Flugvellir er sameinaður fjárlagalið 10-471 Flugmálastjórn. Í endurskoðunarskýrslu Ríkisendurskoðunar fyrir árið 2000 er m.a. vikið að framsetningu á framangreindu viðfangsefni hjá Flugmálastjórn. Þar segir m.a., og vitna ég, með leyfi forseta, til þess texta:

,,Flugmálastjórn hefur að mati Ríkisendurskoðunar ekki aðgreint rekstur Flugmálastjórnar, flugvalla og Alþjóðaflugþjónustunnar eins og lög um fjárreiður ríkisins gera ráð fyrir. Birting ofangreindra viðfangsefna í fjárlögum og ríkisreikningi er ekki heldur með samræmdum hætti. ... Þar sem um er að ræða ósamræmi er brýnt að leitað verði álits ríkisreikningsnefndar, sbr. lög nr. 88/1997 um fjárreiður ríkisins, á því hvernig framsetning á rekstri Flugmálastjórnar í fjárlögum og ríkisreikningi á að vera.``

Ekki eru gerðar tillögur um að breyta skipan þessara mála til fyrra horfs við afgreiðslu þessa frv. Hins vegar telur fjárln. að þegar breytingar verða á framsetningu upplýsinga í ríkisreikningi eða í fjárlögum sé mikilvægt að gæta ákvæða laga um fjárreiður ríkisins. Slíkar breytingar fái faglega umfjöllun hjá þar til bærum aðilum. Fjárln. telur að rétt sé og nauðsynlegt að ríkisreikningsnefnd fjalli og álykti um þessa breytingu áður en hún festist í sessi.

Virðulegi forseti. Ég lýk hér lestri brtt. og greinargerðar sem meiri hluti fjárln. leggur hér fram við 3. umr. Óþarft er að gera grein fyrir ástæðum þess að þær tillögur eru hér efnismiklar. Þessi mikla vinna milli 2. og 3. umr. hefur mætt mjög á þeim sem að hafa komið. Þar á ég að sjálfsögðu við nefndarmenn í hv. fjárln. og vil ég sérstaklega þakka þeim gott samstarf, bæði þeim sem skipa meiri hluta nefndarinnar og jafnframt þeim sem skipa minni hlutann. Ég þakka þessum hv. þm. fyrir gott samstarf og fyrir að greiða götu þessara umfangsmiklu tillagna þannig að hér verði haldið þeirri tímaáætlun sem fjárln. og Alþingi settu sér.

Ekki síður vil ég þakka starfsliði þingsins fyrir afar vandað starf, en mætt hefur mjög á starfsliðinu við þessa tillögugerð og framsetningu sem hér hefur verið gerð grein fyrir.