Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 12:16:30 (2651)

2001-12-07 12:16:30# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, SvH (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[12:16]

Sverrir Hermannsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það var einn af varaforsetum Alþingis sem lauk hér máli sínu og varði af miklum móð þá réttmætu aðfinnslu að hér mæta forustumenn hæstv. ríkisstjórnar ekki til leiks.

Ég vil líka minna á það sem stendur í þingsköpum sem hv. varaforseti ætti að kynna sér að mönnum er skylt að sækja þingfundi. Það er alveg út í hött að vísa til þess að menn geti fylgst með því sem hér gerist á þingfundum hvort heldur úti í Vonarstræti eða annars staðar. Það er að vísu hagræði í því ef þannig stendur á fyrir mönnum að þeir geti ekki sinnt þingskyldu sinni.