Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 12:22:05 (2655)

2001-12-07 12:22:05# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, KolH (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[12:22]

Kolbrún Halldórsdóttir (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég kýs að eyða ekki orðum á þau ummæli hv. 5. þm. Suðurl. sem hér talaði á undan mér um að þingið sé svo tæknivætt. Ég vil hins vegar taka undir þau orð sem hér hafa fallið frá hv. þm. sem hafa kvartað undan því að hæstv. ráðherrar séu ekki viðstaddir þessa umræðu.

Ég vil bera upp þá frómu ósk við hæstv. forseta að þegar kemur að mér á mælendaskránni verði hæstv. menntmrh. og hæstv. umhvrh. hér í salnum vegna þess að ég þarf að eiga við þau orðastað. Ef hv. þm. þurfa að beita svona aðferðum til að fá hæstv. ráðherra í salinn er það miður en ég óska eftir því við hæstv. forseta að þessari beiðni minni verði komið á framfæri við þá tvo ráðherra sem ég nefndi.