Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 12:27:55 (2660)

2001-12-07 12:27:55# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, Frsm. meiri hluta ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[12:27]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Ólafur Örn Haraldsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil vekja athygli hv. þm. á því að þakið 18 þús. kr. heldur sér. Eins og ég gat um áðan, og átti einmitt við það efni sem hv. þm. spurði um, er það svo að hundraðshluti sjúklings í heildarkostnaði við komu til klínísks sérfræðilæknis var 45,1% á árinu 1996 en hafði lækkað í 29,9% á árinu 2000.

Ég er tilbúinn, eins og ég sagði áðan, hæstv. forseti, að láta hv. þm. hafa allt slíkt efni sem styður þessa tillögu og gerir hana fyllilega réttmæta.