Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 15:00:23 (2680)

2001-12-07 15:00:23# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[15:00]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta eru naumast skýr svör. Það á að kenna --- hverjum? --- stjórnarandstöðunni um núna þegar illa fer vegna þess að við höfum komið með sanngjarnar og réttlátar ábendingar um að það eigi að reyna að koma í veg fyrir verkföll og í veg fyrir töf á vinnumarkaði vegna kjarasamninga og vegna verkfalla. Við höfum aldrei sagt að það ætti að ganga að þeim kröfum sem settar eru fram, aldrei nokkurn tímann. Við höfum aðeins sagt að það eigi að semja, það á bara að semja. (Forseti hringir.)

(Forseti (GÁS): Ég var ekki að bjalla á hv. ræðumann. Ræðumaður á 24 sekúndur eftir ef hann vill ljúka. Ég var hins vegar að biðja þingheim um að hafa hljóð.)

Þetta er það sem kristallast í ræðu hv. þm. Einars Odds Kristjánssonar. Hann er að skamma ríkisstjórnina og númer eitt hæstv. fjmrh. fyrir að hafa ekki gætt nægjanlega vel að hagsmunum ríkisins í þessum samningum. Og svo á að kenna stjórnarandstöðunni um. Heyr á endemi.