Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 15:09:50 (2688)

2001-12-07 15:09:50# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[15:09]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að ég geti flett upp í mörgum þingræðum þar sem stjórnarsinnar vörðu þessa lántöku í útlöndum með því að það mundi aldrei fara svo að íslenska efnahagskerfið yrði ábyrgt fyrir henni. Þeir héldu, stjórnarsinnar, alveg þangað til núna að þetta væru allt peningar sem mundu bara tapast í bankakerfi heimsins. Og það er gott ef hv. stjórnarsinnar, og þar á meðal hv. varaformaður fjárln., eru farnir að átta sig á því að þetta er alvarlegur hlutur. Það er gott en það er of seint.

Er það ekki þannig, virðulegur forseti, ég spyr hv. varaformann fjárln.: Er það ekki umgerðin sem hæstv. ríkisstjórn hefur skapað síðustu 10 ár sem er að framkalla þann vanda sem við erum að glíma við núna? Það þýðir ekki að ráðast bara á launin, er það? Er það ekki umgjörðin sem gerir það að verkum að menn fara vítt og breitt um og allt fer úr böndum? Það hefur ekki verið haldið á málum, er það, eins og efni stóðu til.