Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 15:13:49 (2691)

2001-12-07 15:13:49# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[15:13]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Mér er ekki alveg ljóst í hverju þetta andsvar var fólgið. En hitt er annað mál að við gerð og undirbúning og vinnuna í kringum fjárlagafrv. er fjárln. að störfum og vinnur með ríkisstjórn sinni. Það hefur alltaf gerst að á þeim tíma hafa orðið kostnaðarbreytingar, tillögur um nýjan kostnað komið fram o.s.frv. Menn hafa verið að færa þetta fram og til baka.

Að gefnu tilefni, af því að ég hef skoðað það nokkur ár aftur í tímann hverjar þær litlu tillögur sem fjárln. hefur starfað að og sumir kalla dekurverkefni þingsins, þ.e. stuðningur við félagasamtökin, heilbrigðismálin og menningarmálin á Íslandi, ætla ég að rifja það hér upp að þær hafa á síðustu árum numið þetta frá 0,1%--0,116%. Þetta eru hinar miklu hækkanir sem fjárln. og Alþingi eru að vinna að á haustin. (ÁRJ: Er þetta eina vinnan?) Eina? Tókstu það þannig?