Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 16:15:17 (2711)

2001-12-07 16:15:17# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[16:15]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég met það sem vel er gert. Það fer ekkert á milli mála. Engu að síður horfum við fram á um það bil milljarðshalla í heilbrigðiskerfinu. Af hvaða völdum? Vegna kostnaðarhækkana. Vegna gengisfellingar. Það er ekki tekið á þeim vanda hér. Það er bara þannig.

Ég met hins vegar það sem vel er gert og það er alrangt að ég hafi farið yfir allar tillögur, eins og hv. þm. Kristján Pálsson lét í veðri vaka, og gert lítið úr þeim. Ég sagði að við mundum greiða sumum tillögum atkvæði og vonast hreinlega eftir því að minni hlutinn fái stuðning við þær tillögur sem hann lagði fram. Tillögur sem lagðar eru fram, út frá hverju? Út frá ábendingum Ríkisendurskoðunar. Það ætti hæstv. ríkisstjórn og virðulegur meiri hluti á Alþingi að taka til fyrirmyndar frá okkur í Samfylkingunni, að styðjast við tillögur Ríkisendurskoðunar varðandi þessi mál. Ég get sagt að ef menn fallast ekki á nafnið gaddavírstillögur þá eru þær bara prumptillögur og ekkert annað.