Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 16:22:57 (2715)

2001-12-07 16:22:57# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[16:22]

Sigríður A. Þórðardóttir:

Herra forseti. Ég mæli fyrir brtt. við frv. til fjárlaga fyrir árið 2002 frá nefndarmönnum í menntmn.

Nefndin hefur fjallað um úthlutun listamannalauna fyrir næsta ár. Menntmn. leggur til að sömu listamenn og njóta heiðurslauna hljóti þau árið 2002. Þeir eru:

Atli Heimir Sveinsson, Árni Kristjánsson, Ásgerður Búadóttir, Erró, Fríða Á. Sigurðardóttir, Guðbergur Bergsson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Gunnar Eyjólfsson, Hannes Pétursson, Herdís Þorvaldsdóttir, Jón Nordal, Jórunn Viðar, Kristján Davíðsson, Matthías Johannessen, Róbert Arnfinnsson, Rúrik Haraldsson, Stefán Hörður Grímsson, Thor Vilhjálmsson, Þorsteinn frá Hamri, Þráinn Bertelsson og Þuríður Pálsdóttir.

Jafnframt gerir nefndin tillögu um að hver heiðurslaun verði 1.600 þús. kr. Menntmn. stendur einróma að þessari tillögu.