Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 16:48:32 (2718)

2001-12-07 16:48:32# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[16:48]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég átta mig ekki almennilega á þessu andsvari. Ég sagði að Landspítalinn -- háskólasjúkrahús hefði fengið 13% aukningu. Verðbólgan er u.þ.b. 8%. Bætt var við stofnunina 2.357,2 millj. kr. Ef ég man rétt var 400 millj. á aukafjárlögum bætt við stofnunina.

Ég get ekki séð annað en verið sé að mæta þeim framúrakstri sem hefur orðið vegna ýmissa ástæðna. Ástæðurnar voru ekki bara launaþróun eða vísitöluhækkanir. Það var líka kostnaður vegna sameiningar. Ég held að hv. þm. ætti að skoða betur þær tillögur --- ég bendi a.m.k. á Landspítalann -- háskólasjúkrahús --- og átta sig á því að það er einmitt verið að gera það sem þingmaðurinn heldur að við höfum ekki gert.