Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 16:50:46 (2720)

2001-12-07 16:50:46# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[16:50]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Þetta er algjör misskilningur. 305 millj. voru settar til að mæta gengishalla og öðrum óvæntum kostnaði sem kom upp hjá sjúkrahúsunum. (Gripið fram í.) Þar á meðal fór hluti af þessum peningum til þess að mæta gengishalla vegna röntgentækisins á Akureyri þannig að ég skora á hv. þm. að átta sig á því að það er þegar búið að gera ráð fyrir þeim gengishalla sem varð á þessu ári.

Við erum núna að tala um næsta ár og samkvæmt þeim tölum sem ég hef verið að lesa upp eru sjúkrahúsin að fá 7--15% hækkun, sjúkrahúsið hér í Reykjavík 13% eða 2,4 milljarða, og það á að vera meira en það sem snýr að hækkun vegna vísitölu og gengis miðað við þær áætlanir sem gerðar eru.