Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 16:52:48 (2722)

2001-12-07 16:52:48# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[16:52]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég man ekki betur en ég hafi talað sérstaklega um innritunargjaldið. Það gjald er að hækka miðað við vísitöluhækkun á þessum tíma. Þetta er þar að auki gjald sem er hámarksgjald þannig að ekki er ætlast til að tekið verði meira gjald en sem nemur þeim kostnaði sem til fellur við innritun og þann kostnað sem má taka samkvæmt þeim lögum sem þessu fylgir. Ég held að í þessu efni sé ekkert að fela.

Ég var aftur á móti að benda á að flestallar skólastofnanir, þar á meðal háskólinn, eru að fá mun hærri framlög á næsta ári en sem nemur verðbólgunni og Háskóli Íslands sérstaklega. Það er engin skömm að segja frá því, það er að sjálfsögðu ánægjulegt og ég þakka hv. þm. fyrir hrósið að því leyti.