Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 16:53:47 (2723)

2001-12-07 16:53:47# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[16:53]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Hér er hv. þm. að fara með rangar staðhæfingar og það vita allir sem vilja vita. Ég þarf ekki að nefna nema eitt lítið dæmi, Háskóli Íslands þarf t.d. að búa við það undir þessu fjárlagafrv. sem hér er fjallað um að verðbótaprósentan á kennsluþátt skólans er viðurkennd en ekki verðbótahækkun á rannsóknaþáttinn. Þá spyr ég bara hv. þm.: Hvernig getur hann haldið slíku fram í andsvarinu þegar allir þingmenn vita að það er ekki rétt sem hv. þm. segir? Það er verið að auka álögur á skólafólk og á sjúklinga, og verið er að gera skólastofnunum sem reknar eru fyrir opinbert fé erfiðara fyrir. Og að hv. þm. skuli leggja svona til stjórnarandstöðunnar með staðreyndir og fullyrðingar af þessu tagi er bara ekki boðlegt, herra forseti.