Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 17:04:26 (2732)

2001-12-07 17:04:26# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[17:04]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég man vel eftir þessari heimsókn, jafn vel og hv. þm., (EMS: Heimsóknum.) --- þá er ég að tala um skólameistarana. Þeir útlistuðu erfiðleika vegna þess að þetta svokallaða módel sem þeir eru mældir eftir hefði ekki virkað rétt. Þeir halda því fram að þetta virki misjafnlega eftir því hvort um er að ræða verkmenntaskóla eða aðra skóla.

Þar kom fram, og ég hef undir höndum lista eins og hv. þm., að skólarnir eru afskaplega misjafnlega staddir, það á við um skóla á verkmenntastigi jafnt sem á öðrum stigum. Það er því engin samfella þarna á milli. Ég held því að ekki sé hægt að segja annað en að rekstur skólanna sé mjög misjafn. Það sem ég meina með samfellu er einfaldlega að verkmenntaskólar eru ekkert verr staddir en hinir.