Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 18:57:46 (2745)

2001-12-07 18:57:46# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, EMS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[18:57]

Einar Már Sigurðarson (andsvar):

Herra forseti. Ég heyri að hv. þm. er mér algjörlega sammála um að nauðsynlegt sé að skoða málið en það þurfi líka að framkvæma. Það var nákvæmlega það sem ég var að segja. Nú er búið að skoða og skoða og nú er komið að því að framkvæma.

Ég veit að ýmsir forsvarsmenn framhaldsskóla hafa lýst því yfir að þeir væru ánægðir, að sjálfsögðu, með þá endurskoðun og þá tillögu sem liggur fyrir hjá þeim hópi sem vann að endurskoðuninni.

Það sem ég var að tala um var að nú hefði þurft að fylgja þeim tillögum sem fyrir liggja. Því miður hefur það ekki verið gert. Bara til að rifja upp fyrir hv. þm., af því að hún er þingmaður í Norðurl. v., get ég einmitt nefnt dæmi um skóla í því kjördæmi sem því miður hefur komið illa út úr þessu líkani. Það er Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki.