Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 20:20:11 (2755)

2001-12-07 20:20:11# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[20:20]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki að breyta stjórnskipuninni. Ég ætla að taka hana upp eins og hún á að vera. Þetta stendur í stjórnarskránni, herra forseti, og við höfum svarið eið að henni þannig að ég er ekkert að breyta stjórnskipuninni. Ég las upp úr 2. gr. stjórnarskrárinnar. Þar er þessi þrískipting. Og hafi hún ekki verið framkvæmd þá hafa einhverjir aðrir brotið stjórnarskrána en ég.