Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 14:26:00 (2818)

2001-12-08 14:26:00# 127. lþ. 47.2 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv. 133/2001, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[14:26]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Þessi brtt. tengist möguleikum á því að færa eintaklingsrekstur í einkahlutafélög. Við í Samfylkingunni erum sammála um það að þetta sé mikilvægur möguleiki og hann á að vera fyrir hendi. En við teljum að ekki sé búið þannig um hnútana að tryggt sé að ekki sé verið að misnota þetta rekstrarform. Við teljum að tillögur okkar sem við flytjum um þetta mál tryggi það mun betur. Tillögur stjórnarflokkanna eru með þeim hætti að það verður mikið skattatap hjá sveitarfélögunum ef það er reiknað á bilinu 1--1,3 milljarðar hjá sveitarfélögunum. Við munum því styðja þær tillögur sem við teljum til bóta í þessu efni sem snertir þessa yfirfærslu en í atkvæðagreiðslu um aðrar tillögur, sem við teljum að ekki séu til bóta, munum við sitja hjá. Þetta er tillaga sem er til bóta og við greiðum atkvæði með henni.