Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 14:30:43 (2820)

2001-12-08 14:30:43# 127. lþ. 47.2 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv. 133/2001, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[14:30]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Við höfnum því að verið sé að skattleggja fátækasta fólkið í þjóðfélaginu, þ.e. þá sem fá fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum á sama tíma og verið er að lækka skatta á stóreignafólki. Þessi tillaga okkar gengur út á það að styrkur sem greiddur er í formi fjárhagsaðstoðar frá sveitarfélögunum verði undanþeginn skatti.