Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 14:41:15 (2825)

2001-12-08 14:41:15# 127. lþ. 47.2 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv. 133/2001, BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[14:41]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Samfylkingin styður lækkun á tekjuskatti einstaklinga um 0,33% sem samið var um í tengslum við kjarasamninga og taka á gildi um næstu áramót. Jafnframt er lagt til í samræmi við stefnu Samfylkingarinnar að stiginn verði frekari áfangi í lækkun á almennum tekjusköttum sem fjármögnuð verði með hækkun kostnaðargjalda í sjávarútvegi. Þannig verði á árinu 2003 lækkaður almennur tekjuskattur einstaklinga um 0,25% til viðbótar 0,33% um næstu áramót. Ég segi já.