Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 14:54:14 (2834)

2001-12-08 14:54:14# 127. lþ. 47.2 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv. 133/2001, VE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[14:54]

Vilhjálmur Egilsson:

Virðulegi forseti. Ég var hálfpartinn að vona að Samfylkingin mundi draga þessa tillögu til baka því að hún er svo arfavitlaus. Hún mundi þýða að það væru mismunandi eignarskattar á eigið fé fyrirtækja eftir því hvað nafnvirði hlutafjár er stór hluti af eigin fé. Það getur ekki verið nein glóra í slíkri tillögu og þess vegna vona ég að þingheimur felli þetta umsvifalaust.