Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 15:09:57 (2845)

2001-12-08 15:09:57# 127. lþ. 47.2 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv. 133/2001, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[15:09]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Hefði verið farið að skattastefnu Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar, þá væri öðruvísi umhorfs í þjóðfélaginu í dag en raun ber vitni. Skattapakki Samfylkingarinnar er alveg skýr í þessari atkvæðagreiðslu. Við viljum létta álögum á atvinnulífi og einstaklingum en samt halda þjónustu á velferðarkerfið.

Þessi ríkisstjórn er í öðru orðinu að létta álögum af atvinnulífinu með lækkun tekjuskatta. Hún tekur það til baka einhendis í formi hækkaðrar álagningar á mannaflafrek fyrirtæki með hækkun tryggingagjalds sem hér er verið að greiða atkvæði um. Það styð ég ekki.