Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 15:18:25 (2850)

2001-12-08 15:18:25# 127. lþ. 47.2 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv. 133/2001, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[15:18]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Nú stefnir því miður í að við sitjum uppi með skattkerfisbreytingar sem eru í senn ósanngjarnar og óskynsamlegar. Mikil andstaða hefur komið fram gegn þessum breytingum í þjóðfélaginu og andstaðan fer vaxandi eftir því sem það rennur upp fyrir fólki hvað hér er að gerast.

Tillögurnar eru gagnrýndar einnig vegna þess að þær þykja á margan hátt varasamar í tæknilegu tilliti og á fulltrúum Þjóðhagsstofnunar og Seðlabanka er að skilja að það sé mjög varasamt að ráðast í þessar breytingar við það óvissuástand sem við búum við nú.

Við teljum að með tilliti til þessa, ósættisins og óvissunnar, sé hyggilegt að skjóta þessum skattkerfisbreyting á frest og freista þess að ná samstöðu innan þings og utan um breytingar á skattkerfinu sem eru í senn sanngjarnar og skynsamlegar og samstaða getur orðið um.