Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 15:19:41 (2851)

2001-12-08 15:19:41# 127. lþ. 47.2 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv. 133/2001, JÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[15:19]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Fyrsti hluti tillagna Vinstri grænna snýst um að velja nýjan gildisdag á allan skattapakka ríkisstjórnarinnar. Ég tel að það sé mikil bjartsýni að halda að ríkisstjórnarflokkarnir geri eitthvert bandalag við stjórnarandstöðuna og aðra aðila í þjóðfélaginu um endurbætur á skattkerfinu á þessum tíma. Tillagan er þess vegna efnisleg og því leggst ég gegn henni og það gerir Samfylkingin öll.