Fjárlög 2002

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 15:54:39 (2862)

2001-12-08 15:54:39# 127. lþ. 47.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, EMS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[15:54]

Einar Már Sigurðarson:

Herra forseti. Víða koma handahófskennd vinnubrögð ríkisstjórnarinnar og stjórnarmeirihlutans fram í þessu frv. Það er þó líklega hvergi eins áberandi og í þessum lið því að það var samþykkt við 2. umr. að bæta 250 millj. við liðinn Byggingarframkvæmdir og tækjakaup hjá Háskóla Íslands sem tengjast Náttúrufræðihúsinu svokallaða. Nú, herra forseti, er lagt til að teknar séu aftur 200 millj. af þessum 250 millj. sem samþykktar voru við 2. umr. Herra forseti. Svo handahófskennd eru þessi vinnubrögð að við þessu verður að segja nei.