Fjárlög 2002

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 16:15:50 (2872)

2001-12-08 16:15:50# 127. lþ. 47.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, KVM (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[16:15]

Karl V. Matthíasson:

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um það hvort ríkissjóður eigi í björgunaraðgerðum sínum að taka sér fé af þeim gjöldum sem hver gjaldandi einstaklingur kýs að renni til háskólasjóðs ellegar í það trúfélag sem hann er í, hvort heldur það trúfélag er Krossinn, Vegurinn, Fríkirkjan, þjóðkirkjan, Siðmennt eða eitthvert annað.

Þó að fjmrn. annist innheimtu þessara gjalda hefur ríkisvaldið engan rétt til þess að klípa af þessari fjárhæð. Slíkur gerningur hlýtur auk þess að vekja ugg um það að ríkisstjórnin ætli sér að seilast í vasa annarra samtaka sem efla gott mannlíf í landinu. Ég segi nei.